Lífið

Asíski draumurinn: Auddi og Steindi komu bláir og marðir út úr fegrunarmeðferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinþór Hróar og Auðunn komu fallegri til baka.
Steinþór Hróar og Auðunn komu fallegri til baka.
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn fóru fram í janúar og febrúar. Þar munu koma fram Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð.

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa.

Nú frumsýnir Vísir í samstarfi við Stöð 2 nýtt sýnishorn úr þáttunum en þar má sjá Audda og Steinda skella sér í heldur sérstaka fegrunarmeðferð úti í Asíu. Þættirnir hefjast 31.mars á Stöð 2. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.