Lífið

Landsliðið á heimsfrumsýningu Asíska draumsins: „Menn grenjuðu úr hlátri“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herbergisfélagarnir Aron Einar og Rúrík sáttir.
Herbergisfélagarnir Aron Einar og Rúrík sáttir. vísir/epa
Asíski draumurinn hefur göngu sína á Stöð 2 þann 31. mars en leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu fengu að sjá fyrsta þáttinn í þáttaröðinni á undan öllum öðrum.

Leikmennirnir eru staddir í Albaníu þar sem Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM í kvöld.

Strákarnir virtust mjög sáttir með þáttinn og spöruðu ekki stóru orðin á samfélagsmiðlunum. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sagði til að mynd; „Fyrsti þáttur viðbjóðslega fyndinn.. kylinga nuddið á öðru leveli. 5 stjörnur af 5.“

Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá Albaníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.