Fótbolti

Alfreð Finnboga með flott mark í fyrsta leik eftir meiðslin | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason verður því miður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar liðið spilar við Kósóvó í undankeppni HM en það eru samt góðar fréttir af íslenska framherjanum.

Alfreð spilaði í gær sinn fyrsta leik með FC Augsburg eftir meiðslin og íslenski landsliðsmaðurinn var fljótur að minna á sig.

Alfreð skoraði laglegt mark á átjándu mínútu leiksins og það reyndist eina mark liðsins en FC Augsburg gerði 1-1 jafntefli við Greuther Fürth.

Alfreð var ekki búinn að spila í sex mánuði vegna erfiða meiðsla og því gaman að sjá hann finna netmöskvanna.  Alfreð lék síðast með liði Augsburg í þýsku deildinni 30. september síðastliðinn en hann spilaði og skoraði í landsleik á móti Tyrkjum 9. Október.

Alfreð spilaði bara fyrri hálfleikinn en leikmenn Augsburg skiptu hálfleikjunum á milli sín.

Þessi leikur var ekki aðeins fréttnæmur vegna endurkomu Alfreðs heldur einnig vegna þess að þýska knattspyrnusambandið notaði leikinn til að prófa myndbandsaðstoðardómara.

Dómari leiksins breytti meðal annars vítaspyrnudómi í aukaspyrnu eftir að hafa fengið að vita að brotið var fyrir utan teig.

Það er ánægjulegt að sjá að Alfreð er kominn aftur af stað og vonandi getur hann látið til sín taka á lokakafla þýsku úrvalsdeildarinnar.

Það er hægt að sjá þetta laglega mark Alfreðs í myndbandinu hér fyrir neðan en markið hans kemur eftir rúma mínútu af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×