Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. mars 2017 20:30 Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira