Sport

Þýsku tröllin létu til sín taka í Breiðholtinu | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
vísir/eyþór
Amerískur fótbolti nýtur sívaxnandi vinsælda hér á landi og víða um heim. Utan Norður-Ameríku er íþróttin einna vinsælust í Þýskalandi en þaðan er komið lið sem mætir hinum alíslensku Einherjum í Kórnum á morgun.

Einherjar eru eina íslenska liðið sem æfir og keppir í amerískum fótbolta hér á landi og er þetta í þriðja sinn sem að það mætir erlendu liði í Kórnum. Hingað til hefur það leikið gegn norskum liðum en fá nú þýska liðið Starnberg Argonauts í heimsókn.

Þrátt fyrir að Starnberg leiki í fimmtu efstu deild í Þýskalandi hefur liðið aðalþjálfara í fullu starfi og sex aðstoðarþjálfara þar að auki. Það ríkir mikil eftivænting fyrir leiknum á morgun en í dag æfði liðið á ÍR-vellinum og lét kuldann ekki á sig fá.

Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, leit við á æfingunni í dag en leikur Einherja og Starnberg Argonauts fer fram í Kórnum í Kópavogi á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×