Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 17:30 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40