Chuck Berry fallinn frá: Ótrúlegt lífshlaup brautryðjanda rokksins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 11:15 Berry kom fram á tónleikum langt fram eftir aldri. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Chuck Berry er fallinn frá en hann lést á heimili sínu í Missouri í gær, níræður að aldri. Berry er minnst sem frumkvöðuls í tónlist: Hann beindi swing- og blústónlist í farveg rokktónlistarinnar og lagði þannig grunninn að tónlistarstefnu sem varð ríkjandi í unglingamenningu sjötta og sjöunda áratugarins. Chuck Berry fæddist inn í millistéttarfjölskyldu í St. Louis í Missouri-fylki árið 1926. Hann byrjaði að spreyta sig í tónlist á menntaskólaárunum, grúskaði við gítarleik og steig á stokk þegar lá vel á honum og þá helst í góðra vina hópi. Berry sneri sér alfarið að tónlist árið 1950, þá 24 ára að aldri. Hann gerðist meðlimur í Sir John's tríóinu þar sem hann lék með trommaranum Ebby Harding og hljómborðsleikaranum Johnnie Johnson. Sveitin kom helst fram á klúbbum í St. Louis. Berry hafði strax áhrif innan tríósins og kynnti fyrir hljómsveitarfélögum sínum nýja strauma í tónlist. Á Þessum tíma stúderaði Berry stíl gítarleikarans T-Bone Walker. Í kjölfarið þróaði hann hið svokallaða Chuck Berry-lick, spilastíl sem varð skilgreinandi fyrir snemmrokkið. Berry hafði einstakt lag á að blanda saman ólíkum stílum. Hann varð fyrir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum á uppvaxtarárum sínum í St. Louis en á æskuslóðum hans ægði saman gospeli, blús, ryþmablús og kántrý-tónlist. Gítarleikur Berrys var á köflum kántrý-skotinn en tónlistarstefnan var afar vinsæl á þessum slóðum. Tónlist Berrys, sjarmi og sviðsframkoma gerðu það að verkum að aðdáendahópurinn stækkaði ört. Duck-walk Berrys.vísir/gettyKaflaskil urðu í lífi Berrys árið 1955 þegar lagði hann leið sína til Chicago til þess að hitta blúsgoðsögnina Muddy Waters. Waters kom Berry að hjá útgáfufyrirtækinu Chess Records og í kjölfarið hljóðritaði Berry mörg af sínum þekktustu lögum, til að mynda Maybelline, Rock and Roll Music og Johnny B. Goode. Vinsældir Berrys risu á þessum tíma og áhrif hans á unglingamenningu samtíma síns voru óumdeilanleg. Berry ruddi ekki aðeins brautina fyrir aðra rokktónlistarmenn heldur hreif hann áheyrendur með ótrúlegri sviðsframkomu, hinu einkennandi duck walk. Berry var skrautlegur karakter og hafði tilhneigingu til þess að koma sér í ýmiss konar klandur. Hann komst í fyrsta skipti í kast við lögin á unglingsaldri. Hann var handtekinn fyrir ránstilraun og sat í þrjú ár í betrunarvist. Árið 1959 var Berry handtekinn í St. Louis og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa flutt fjórtán ára stúlku yfir ríkismörk í „ósiðlegum tilgangi“. Hann sat inni í tuttugu mánuði fyrir brotið. Berry komst aftur í kast við lögin 1979 en hann þurfti að dúsa 120 daga í fangelsi vegna skattalagabrota. Aftur lenti Berry í klandri árið 1990 en þá fundust í fórum hans talsvert magn af maríjúana auk myndskeiða af konum á kvennaklósetti veitingastaðar sem var í eigu Berry. Var talið að hann hefði sjálfur komið myndavélunum fyrir.Chuck Berry ásamt Keith Richards, gítarleikara The Rolling Stones.vísir/gettyBerry flutti sig til útgáfufyrirtækisins Mercury Records árið 1966 og tók ferill hans þá að hnigna. Hann reyndi að endurgera lög sín með því að ljá þeim hippalegan blæ, í samræmi við strauma og stefnur samtímans, en tilraunir hans báru lítinn árangur. Hann fór aftur yfir til Chess Records þar sem hann hljóðritaði ný lög sem náðu þó ekki inn á vinsældalista. Berry vann aldrei til Grammy-verðlauna á ferli sínum en fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt árið 1984. Hann var einnig með fyrstu tónlistarmönnunum til þess að fá inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame, árið 1986. Tónlistarmaðurinn hélt áfram að koma fram langt fram eftir aldri, hann flutti meðal annars sína helstu slagara á tónleikum í Cleveland árið 2012, þá 85 ára gamall. Á níræðisafmæli sínu lýsti hann því yfir að hann hyggðist gefa út nýja plötu, sem bæri nafnið „Chuck“. Þekkt nöfn úr tónlistarheiminum hafa vottað Chuck Berry virðingu sína á samskiptamiðlum í dag. „Hann tendraði upp unglingsár okkar og blés lífi í drauma okkar um að verða tónlistarmenn,“ tísti Mick Jagger í gærkvöldi. „Hvíl í friði Chuck Berry, skapari hins stórkostlega hljóms rokksins. Allir rokkarar hafa nú misst föður sinn,“ sagði Alice Cooper jafnframt á Twitter. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Chuck Berry er fallinn frá en hann lést á heimili sínu í Missouri í gær, níræður að aldri. Berry er minnst sem frumkvöðuls í tónlist: Hann beindi swing- og blústónlist í farveg rokktónlistarinnar og lagði þannig grunninn að tónlistarstefnu sem varð ríkjandi í unglingamenningu sjötta og sjöunda áratugarins. Chuck Berry fæddist inn í millistéttarfjölskyldu í St. Louis í Missouri-fylki árið 1926. Hann byrjaði að spreyta sig í tónlist á menntaskólaárunum, grúskaði við gítarleik og steig á stokk þegar lá vel á honum og þá helst í góðra vina hópi. Berry sneri sér alfarið að tónlist árið 1950, þá 24 ára að aldri. Hann gerðist meðlimur í Sir John's tríóinu þar sem hann lék með trommaranum Ebby Harding og hljómborðsleikaranum Johnnie Johnson. Sveitin kom helst fram á klúbbum í St. Louis. Berry hafði strax áhrif innan tríósins og kynnti fyrir hljómsveitarfélögum sínum nýja strauma í tónlist. Á Þessum tíma stúderaði Berry stíl gítarleikarans T-Bone Walker. Í kjölfarið þróaði hann hið svokallaða Chuck Berry-lick, spilastíl sem varð skilgreinandi fyrir snemmrokkið. Berry hafði einstakt lag á að blanda saman ólíkum stílum. Hann varð fyrir áhrifum frá ýmsum tónlistarstefnum á uppvaxtarárum sínum í St. Louis en á æskuslóðum hans ægði saman gospeli, blús, ryþmablús og kántrý-tónlist. Gítarleikur Berrys var á köflum kántrý-skotinn en tónlistarstefnan var afar vinsæl á þessum slóðum. Tónlist Berrys, sjarmi og sviðsframkoma gerðu það að verkum að aðdáendahópurinn stækkaði ört. Duck-walk Berrys.vísir/gettyKaflaskil urðu í lífi Berrys árið 1955 þegar lagði hann leið sína til Chicago til þess að hitta blúsgoðsögnina Muddy Waters. Waters kom Berry að hjá útgáfufyrirtækinu Chess Records og í kjölfarið hljóðritaði Berry mörg af sínum þekktustu lögum, til að mynda Maybelline, Rock and Roll Music og Johnny B. Goode. Vinsældir Berrys risu á þessum tíma og áhrif hans á unglingamenningu samtíma síns voru óumdeilanleg. Berry ruddi ekki aðeins brautina fyrir aðra rokktónlistarmenn heldur hreif hann áheyrendur með ótrúlegri sviðsframkomu, hinu einkennandi duck walk. Berry var skrautlegur karakter og hafði tilhneigingu til þess að koma sér í ýmiss konar klandur. Hann komst í fyrsta skipti í kast við lögin á unglingsaldri. Hann var handtekinn fyrir ránstilraun og sat í þrjú ár í betrunarvist. Árið 1959 var Berry handtekinn í St. Louis og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa flutt fjórtán ára stúlku yfir ríkismörk í „ósiðlegum tilgangi“. Hann sat inni í tuttugu mánuði fyrir brotið. Berry komst aftur í kast við lögin 1979 en hann þurfti að dúsa 120 daga í fangelsi vegna skattalagabrota. Aftur lenti Berry í klandri árið 1990 en þá fundust í fórum hans talsvert magn af maríjúana auk myndskeiða af konum á kvennaklósetti veitingastaðar sem var í eigu Berry. Var talið að hann hefði sjálfur komið myndavélunum fyrir.Chuck Berry ásamt Keith Richards, gítarleikara The Rolling Stones.vísir/gettyBerry flutti sig til útgáfufyrirtækisins Mercury Records árið 1966 og tók ferill hans þá að hnigna. Hann reyndi að endurgera lög sín með því að ljá þeim hippalegan blæ, í samræmi við strauma og stefnur samtímans, en tilraunir hans báru lítinn árangur. Hann fór aftur yfir til Chess Records þar sem hann hljóðritaði ný lög sem náðu þó ekki inn á vinsældalista. Berry vann aldrei til Grammy-verðlauna á ferli sínum en fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt árið 1984. Hann var einnig með fyrstu tónlistarmönnunum til þess að fá inngöngu í Rock and Roll Hall of Fame, árið 1986. Tónlistarmaðurinn hélt áfram að koma fram langt fram eftir aldri, hann flutti meðal annars sína helstu slagara á tónleikum í Cleveland árið 2012, þá 85 ára gamall. Á níræðisafmæli sínu lýsti hann því yfir að hann hyggðist gefa út nýja plötu, sem bæri nafnið „Chuck“. Þekkt nöfn úr tónlistarheiminum hafa vottað Chuck Berry virðingu sína á samskiptamiðlum í dag. „Hann tendraði upp unglingsár okkar og blés lífi í drauma okkar um að verða tónlistarmenn,“ tísti Mick Jagger í gærkvöldi. „Hvíl í friði Chuck Berry, skapari hins stórkostlega hljóms rokksins. Allir rokkarar hafa nú misst föður sinn,“ sagði Alice Cooper jafnframt á Twitter.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira