Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 19. mars 2017 20:20 Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. Vísir/Eyþór Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. Auk Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, samastendur kaupendahópurinn af Taconic Capital (9,99%), Attestor Capital (9,99%) og Och-Ziff Capital (6,6%). Í tilkynningu er haft eftir Paul Copley, forstjóra Kaupþings, að þessi viðskipti séu „stærstu einstöku hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjölfar afléttingar fjármagnshaftanna, höfum við tryggt aðkomu alþjóðlegra fjárfesta að Arion banka sem hafa millilanga til langa sýn á fjárfestingu sína. Allir eru þeir fjárfestar í Kaupþingi og hafa ákveðið að endurfjárfesta á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka.“ Þá segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, að það sé jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. „Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferðaþjónustu og smásölu þar sem sterk alþjóðleg vörumerki sýna landinu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti. Þeir þekkja bankann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að framtíð bankans sé björt. Að nýir aðilar, alþjóðlegir fjárfestar, komi inn í hluthafahópinn markar upphaf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eignarhald dreifast enn frekar.“Nánar verður fjallað um kaupin í Arion banka í Fréttablaðinu á morgun og birt einkaviðtal við Frank Brosens, stofnanda og eiganda vogunarsjóðsins Taconic Capital.Tilkynning um sölu hluta í Arion banka:Arion banki hf. (“Arion banki”) og Kaupþing ehf. (“Kaupþing”) tilkynna í dag um niðurstöður lokaðs útboðs á hlutum í Arion banka gegnum dótturfélag Kaupþings, Kaupskil ehf., þar sem Kaupskil ehf. hafa samþykkt að selja 582.922.113 hluti í Arion banka, fyrir ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir útboðið hefur hlutur Kaupþings í Arion banka lækkað í 57,9% af útgefnu hlutafé Arion banka. Að auki veita kaupsamningarnir fjárfestum kauprétt að 437.191.585 hlutum í Arion banka (sem jafngildir 21,9% af útgefnu hlutafé) á verði sem er yfir því kaupverði sem greitt var fyrir í útboðinu. Kaupréttir renna út áður en kemur að mögulegu almennu útboði á hlutum í Arion banka. Söluandvirðið verður allt nýtt til að greiða inná 84 milljarða króna skuldabréf ríkissjóðs sem var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamninga félagsins. Eftirfarandi tafla sýnir hluthafa Arion banka eftir útboðið: Hluthafi:Kaupskil ehf. 57,9%Bankasýsla ríkisins 13%Attestor Capital LLP í gegnum Trinity Investment Designated Activity Company 9,99%Taconic Capital Advisors UK LLP í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l. 9,99%Sculptor Investments s.a.r.l., félag tengt Och-Ziff Capital Management Group 6,6%Goldman Sachs International í gegnum ELQ Investors II Ltd. 2,6% Paul Copley, forstjóri Kaupþings: „Við fögnum þessum áfanga á sölu á nærri 30% í Arion banka sem lækkar hlut Kaupþings í bankanum í 57,9% sem er liður í áframhaldandi viðleitni okkar að innleysa eignasafn okkar og greiða fjármuni til hluthafa Kaupþings. Með þessum viðskiptum, sem eru stærstu einstöku hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjölfar afléttingar fjármagnshaftanna, höfum við tryggt aðkomu alþjóðlegra fjárfesta að Arion banka sem hafa millilanga til langa sýn á fjárfestingu sína. Allir eru þeir fjárfestar í Kaupþingi og hafa ákveðið að endurfjárfesta á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka. Taconic Capital og Och-Ziff eru tveir stærstu hluthafar Kaupþings og hafa í mörg ár tengst Íslandi með fjölbreyttum fjárfestingum. Á sama hátt er Attestor Capital stór hluthafi okkar og hefur á liðnum árum fjárfest í mörgum fjármálastofnunum í Evrópu og á meðal annars ráðandi hlut í lánastofnun í Austurríki. Þátttaka þekkts fyrirtækis á borð Goldman Sachs segir sína sögu. Ég hlakka til að vinna með þessum félögum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka, líklega í gegnum almennt hlutafjárútboð þar sem við vonumst til að geta boðið einstaklingum og félögum innanlands færi á að fjárfesta í bankanum.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka: „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að það væri jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferðaþjónustu og smásölu þar sem sterk alþjóðleg vörumerki sýna landinu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti. Þeir þekkja bankann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að framtíð bankans sé björt. Að nýir aðilar, alþjóðlegir fjárfestar, komi inn í hluthafahópinn markar upphaf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eignarhald dreifast enn frekar.“Um hluthafana:Taconic Capital Taconic Capital er alþjóðlegt fyrirtæki í sérhæfðri sjóðastýringu sem var stofnað árið 1999 með eignir að virði 6 milljarða dollara í stýringu. Höfuðstöðvar þess eru í New York og skrifstofur í London og Hong Kong. Taconic Capital annast stýringu fjárfestingasjóða sem eru með seljanleika í samræmi við fjárfestinguna í Arion banka. Fjárfestar eru einkum stofnanafjárfestar, lífeyrissjóðir, styrktarsjóðir og fjársterkir einstaklingar.Attestor Capital Attestor Capital er fyrirtæki í sérhæfðri sjóðastýringu í Bretlandi sem starfar samkvæmt reglum og með leyfi fjármálaeftirlitsins þar í landi. Attestor Capital sér um fjárfestingar fyrir Trinity Investments Designated Activity Company. Fjárfestar eru einkum styrktarsjóðir og fjársterkir einstaklingar. Attestor Capital er langtímafjárfestir sem fjárfestir í félögum og eignum á ýmsum sviðum og í mörgum löndum. Af fyrri viðskiptum má nefna kaup á stórum eignarhlut í fjármálastofnunum í Evrópu, þar á meðal á ráðandi hlut í lánastofnun í Austurríki (eftir samþykki eigendaskipta af Seðlabanka Evrópu) og fjárfestingu í fyrirtæki í húsnæðislánastarfsemi á Írlandi.Och-Ziff Och-Ziff Capital Management Group er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar og er virði eigna í stýringu þess um 34 milljarðar dollara. Aðalstöðvar Och-Ziff eru í New York en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shanghai og Houston. Meðal fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir, sjóðasjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir, einkabankar og fjársterkir einstaklingar. Goldman Sachs International Goldman Sachs veitir víðtæka fjármálaþjónustu til viðskiptavina um allan heim. Félagið var stofnað 1869 og hjá því starfa nú 34 þúsund starfsmenn í rúmlega 80 starfsstöðvum víða um heim. Goldman Sachs fjárfestir í Arion banka gegnum dótturfélag sitt ELQ Investors II Ltd. Fyrrgreindir aðilar hafa staðfest gagnvart Kaupþingi að raunverulegir eigendur fjármuna sem fjárfestir eru í Arion banka eru allir erlendir aðilar samkvæmt skilgreiningu laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 með áorðnum breytingum.Ráðgjafar Kaupþing naut ráðgjafar Morgan Stanley, White & Case og LOGOS. Fjárfestar nutu ráðgjafar Linklaters LLP og Fjeldsted & Blöndal. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. Auk Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, samastendur kaupendahópurinn af Taconic Capital (9,99%), Attestor Capital (9,99%) og Och-Ziff Capital (6,6%). Í tilkynningu er haft eftir Paul Copley, forstjóra Kaupþings, að þessi viðskipti séu „stærstu einstöku hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjölfar afléttingar fjármagnshaftanna, höfum við tryggt aðkomu alþjóðlegra fjárfesta að Arion banka sem hafa millilanga til langa sýn á fjárfestingu sína. Allir eru þeir fjárfestar í Kaupþingi og hafa ákveðið að endurfjárfesta á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka.“ Þá segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, að það sé jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. „Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferðaþjónustu og smásölu þar sem sterk alþjóðleg vörumerki sýna landinu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti. Þeir þekkja bankann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að framtíð bankans sé björt. Að nýir aðilar, alþjóðlegir fjárfestar, komi inn í hluthafahópinn markar upphaf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eignarhald dreifast enn frekar.“Nánar verður fjallað um kaupin í Arion banka í Fréttablaðinu á morgun og birt einkaviðtal við Frank Brosens, stofnanda og eiganda vogunarsjóðsins Taconic Capital.Tilkynning um sölu hluta í Arion banka:Arion banki hf. (“Arion banki”) og Kaupþing ehf. (“Kaupþing”) tilkynna í dag um niðurstöður lokaðs útboðs á hlutum í Arion banka gegnum dótturfélag Kaupþings, Kaupskil ehf., þar sem Kaupskil ehf. hafa samþykkt að selja 582.922.113 hluti í Arion banka, fyrir ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir útboðið hefur hlutur Kaupþings í Arion banka lækkað í 57,9% af útgefnu hlutafé Arion banka. Að auki veita kaupsamningarnir fjárfestum kauprétt að 437.191.585 hlutum í Arion banka (sem jafngildir 21,9% af útgefnu hlutafé) á verði sem er yfir því kaupverði sem greitt var fyrir í útboðinu. Kaupréttir renna út áður en kemur að mögulegu almennu útboði á hlutum í Arion banka. Söluandvirðið verður allt nýtt til að greiða inná 84 milljarða króna skuldabréf ríkissjóðs sem var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamninga félagsins. Eftirfarandi tafla sýnir hluthafa Arion banka eftir útboðið: Hluthafi:Kaupskil ehf. 57,9%Bankasýsla ríkisins 13%Attestor Capital LLP í gegnum Trinity Investment Designated Activity Company 9,99%Taconic Capital Advisors UK LLP í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l. 9,99%Sculptor Investments s.a.r.l., félag tengt Och-Ziff Capital Management Group 6,6%Goldman Sachs International í gegnum ELQ Investors II Ltd. 2,6% Paul Copley, forstjóri Kaupþings: „Við fögnum þessum áfanga á sölu á nærri 30% í Arion banka sem lækkar hlut Kaupþings í bankanum í 57,9% sem er liður í áframhaldandi viðleitni okkar að innleysa eignasafn okkar og greiða fjármuni til hluthafa Kaupþings. Með þessum viðskiptum, sem eru stærstu einstöku hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands, strax í kjölfar afléttingar fjármagnshaftanna, höfum við tryggt aðkomu alþjóðlegra fjárfesta að Arion banka sem hafa millilanga til langa sýn á fjárfestingu sína. Allir eru þeir fjárfestar í Kaupþingi og hafa ákveðið að endurfjárfesta á Íslandi í stað þess að fara með fé sitt úr landi, sem er sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og þá ekki síður á Arion banka. Taconic Capital og Och-Ziff eru tveir stærstu hluthafar Kaupþings og hafa í mörg ár tengst Íslandi með fjölbreyttum fjárfestingum. Á sama hátt er Attestor Capital stór hluthafi okkar og hefur á liðnum árum fjárfest í mörgum fjármálastofnunum í Evrópu og á meðal annars ráðandi hlut í lánastofnun í Austurríki. Þátttaka þekkts fyrirtækis á borð Goldman Sachs segir sína sögu. Ég hlakka til að vinna með þessum félögum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka, líklega í gegnum almennt hlutafjárútboð þar sem við vonumst til að geta boðið einstaklingum og félögum innanlands færi á að fjárfesta í bankanum.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka: „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að það væri jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum. Við verðum líka vör við þennan áhuga á fleiri sviðum hér á landi eins og í ferðaþjónustu og smásölu þar sem sterk alþjóðleg vörumerki sýna landinu áður óþekktan áhuga. Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár, kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti. Þeir þekkja bankann vel, hafa fylgst með okkar árangri og þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Þeir sýna það nú að þeir trúa því að framtíð bankans sé björt. Að nýir aðilar, alþjóðlegir fjárfestar, komi inn í hluthafahópinn markar upphaf nýrra tíma. Í skoðun er að skrá félagið á markað og gangi það eftir mun eignarhald dreifast enn frekar.“Um hluthafana:Taconic Capital Taconic Capital er alþjóðlegt fyrirtæki í sérhæfðri sjóðastýringu sem var stofnað árið 1999 með eignir að virði 6 milljarða dollara í stýringu. Höfuðstöðvar þess eru í New York og skrifstofur í London og Hong Kong. Taconic Capital annast stýringu fjárfestingasjóða sem eru með seljanleika í samræmi við fjárfestinguna í Arion banka. Fjárfestar eru einkum stofnanafjárfestar, lífeyrissjóðir, styrktarsjóðir og fjársterkir einstaklingar.Attestor Capital Attestor Capital er fyrirtæki í sérhæfðri sjóðastýringu í Bretlandi sem starfar samkvæmt reglum og með leyfi fjármálaeftirlitsins þar í landi. Attestor Capital sér um fjárfestingar fyrir Trinity Investments Designated Activity Company. Fjárfestar eru einkum styrktarsjóðir og fjársterkir einstaklingar. Attestor Capital er langtímafjárfestir sem fjárfestir í félögum og eignum á ýmsum sviðum og í mörgum löndum. Af fyrri viðskiptum má nefna kaup á stórum eignarhlut í fjármálastofnunum í Evrópu, þar á meðal á ráðandi hlut í lánastofnun í Austurríki (eftir samþykki eigendaskipta af Seðlabanka Evrópu) og fjárfestingu í fyrirtæki í húsnæðislánastarfsemi á Írlandi.Och-Ziff Och-Ziff Capital Management Group er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar og er virði eigna í stýringu þess um 34 milljarðar dollara. Aðalstöðvar Och-Ziff eru í New York en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í London, Hong Kong, Mumbai, Beijing, Shanghai og Houston. Meðal fjárfesta Och-Ziff eru lífeyrissjóðir, sjóðasjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir, fyrirtæki og aðrar stofnanir, einkabankar og fjársterkir einstaklingar. Goldman Sachs International Goldman Sachs veitir víðtæka fjármálaþjónustu til viðskiptavina um allan heim. Félagið var stofnað 1869 og hjá því starfa nú 34 þúsund starfsmenn í rúmlega 80 starfsstöðvum víða um heim. Goldman Sachs fjárfestir í Arion banka gegnum dótturfélag sitt ELQ Investors II Ltd. Fyrrgreindir aðilar hafa staðfest gagnvart Kaupþingi að raunverulegir eigendur fjármuna sem fjárfestir eru í Arion banka eru allir erlendir aðilar samkvæmt skilgreiningu laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 með áorðnum breytingum.Ráðgjafar Kaupþing naut ráðgjafar Morgan Stanley, White & Case og LOGOS. Fjárfestar nutu ráðgjafar Linklaters LLP og Fjeldsted & Blöndal.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira