Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 16:57 Berglind Häsler ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni. Mynd/Vísir „Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
„Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27