Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Skjáskot af vef DV. VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
VR hefur krafist þess að DV ehf., útgáfufélag DV, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Erfiðlega hefur reynst að innheimta kröfur af útgáfufélaginu því áður hafði Lífeyrissjóður verslunarmanna gert árangurslaust fjárnám þar. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta allir kröfuhafar DV ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. „Ég er með launakröfu fyrir einn fyrrverandi starfsmann DV. Við erum búin að senda út innheimtubréf og við erum í viðræðum við þá um að leysa þetta,“ segir Guðmundur B. Ólafsson sem rekur málið fyrir VR. Verði krafan ekki greidd og félagið sett í þrot getur launþeginn sótt um greiðslur frá Ábyrgðasjóði launa. Guðmundur segir að hann muni draga kröfuna til baka ef samningar nást og krafan verður greidd. „Það er í raun alveg hægt að draga hana til baka þangað til úrskurður kemur,“ segir hann. Ólafur Haukur Hákonarson auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV síðasta sumar. Hann segir að krafa sín nemi rétt tæplega milljón krónum. Auk þess að halda eftir launum segir Ólafur að útgáfufélagið hafi líka haldið eftir meðlagsgreiðslum. „Það sem var kveikjan að því að ég hætti hjá þeim var að ég var með stefnu frá Innheimtustofnun sveitarfélaganna þar sem kom í ljós að ég átti að skulda þeim einhvers staðar á milli 6-700 þúsund krónur í meðlög en varð mjög undrandi af því að meðlög voru alltaf dregin af laununum mínum. En það kom í ljós að þau skiluðu sér ekki til Innheimtustofnunarinnar og ég gat sýnt fram á það að þetta hafði alltaf verið dregið af laununum mínum. Þannig að þeir færðu kröfuna bara yfir á DV,“ segir Ólafur Haukur. Rétt er að taka fram að eftir að Ólafur auglýsingasölumaður hætti störfum hjá DV ehf. hóf hann störf hjá 365 sem gefur út Fréttablaðið og Vísi. „Ég er búinn að semja um þetta en á vissulega eftir að greiða þetta,“ segir Sigurvin Ólafsson, framkvæmdastjóri DV ehf., um launakröfu Ólafs. Hann segir árangurslausa fjárnámið vera óskylt launakröfunni sem Ólafur gerði. Samkvæmt Creditinfo er síðasti ársreikningur sem DV ehf. skilaði inn fyrir árið 2014 og var honum skilað inn til ársreikningaskrár hinn 22. desember 2015. Samkvæmt þeim reikningi á Pressan ehf. stærsta hlutinn í DV ehf., eða rétt tæp 70 prósent. Eigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira