Sport

Fjallið með heimsmet og silfurverðlaun á Arnold Classic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson var að gera góða hluti á móti Arnolds Schwarzenegger.
Hafþór Júlíus Björnsson var að gera góða hluti á móti Arnolds Schwarzenegger. Mynd/Instagram-síða Hafþórs og Getty
Hafþór Júlíus Björnsson varð í öðru sæti í aflraunakeppninni Arnold Strongman Classic sem fór fram í Columbus í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Mótið er á vegum hins heimsfræga hasarmyndaleikara Arnolds Schwarzenegger.

Hafþór, betur þekktur sem Fjallið eftir persónunni sem hann leikur í Game of Thrones, fékk alls 41,5 stig í keppninni en sigurvegarinn var Brian Shaw með 47,5 stig.

Hafþór hefur alltaf verið að ná betri og betri árangri á Arnold Strongman Classic mótinu á hverju ár en hann varð í fimmta sæti í fyrra og sjöunda sæti árið 2015.

Frábær seinni dagur stóð upp úr hjá Hafþóri en hann vann meðal annars síðustu tvær greinarnar og varð síðan í þriðja sæti í fyrstu grein seinni dagsins.

Hafþór Júlíus var í fjórða sæti eftir fyrri daginn en góð frammistaða á seinni deginum kom honum upp í annað sætið.

Hafþór Júlíus setti heimsmet í fjórðu grein keppninnar þegar hann kastaði 45 kíló sandpoka yfir 4,6 metra háa slá.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á Arnold Strongman Classic í ár. Ekki síðst eftir að ég lenti í vandræðum á fyrri deginum þar sem árangur minn var undir væntingum,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson á Instagram-síðu sinni.

Hafþór Júlíus var líka mjög sáttur með að hafa unnið drumbalyftuna sem hafði verið slök grein hjá honum hér áður fyrr. Þar var hann sá eini sem lyfti 195 kílóa drumbi þrisvar sinnum.

Það má sjá Instagram færslur Hafþórs hér fyrir neðan.

Two 1st places and one 3rd after today's events! I'm very pleased with my performance at The Arnold Strongman Classic this year. Especially after struggling with the Yoke and Frame on day 1 where I placed below my expectations. There was a time when overhead pressing was my weakest link. So I'm very proud of my win in the log this year. 3reps with 195kg/429lb log is a huge PB after all the brutal events that went on before that. I would like to thank all my sponsors, family, friends and fans for their tremendous support in my preperation for this year's Arnold's contest. @roguefitness @sbdapparel @gymgrossisten @newageperformance @australianstrengthcoach @stanefferding @andreasif @stefansolvi @andrireyr

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×