Enski boltinn

Bæjarar stríða áfram Arsenal-mönnum | Þetta var ekki draumur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/Getty
Bayern München sló ekki bara Arsenal út úr Meistaradeildinni heldur niðurlægði lærisveina Arsene Wenger með tveimur 5-1 sigrum.

Fólkið á samfélagsmiðlum Bayern hafa verið duglegir að stríða Arsenal-mönnum að undanförnu, enda með góða ástæðu til þess, og þeir stóðust heldur ekki freistinguna eftir úrslitin í gær.

10-2 samanlagður sigur Bayern á Arsenal var versta frammistaða ensk liðs í Meistaradeildinni og næstversta útkoma liðs síðan að Bayern sló út Sporting Lissabon 12-1 árið 2009.

5-1 tap Arsenal á heimavelli í gær var líka stærsta tap Arsenal á Emirates-leikvanginum og ennfremur stærsta tap liðsins á heimavelli síðan liðið tapaði 5-0 fyrir Chelsea í enska deildabikarnum í nóvember 1998.

Á Twitter-síðu Bayern er ekki bara eitt skot heldur tvö nú í morgunsárið og ekki eru þau líkleg til að koma stuðningsmönnum Arsenal í betra skap.

Það er alveg rétt hjá þessum starfsmönnum þýska stórliðsins. Þetta var ekki draumur þetta var matröð. Tíu mörk í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eru líka efni í alvöru kyndingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×