Fermetraverðið hæst í miðborginni en ódýrast í Vöngum í Hafnarfirði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 11:39 Fermetri í fjölbýli í miðborg Reykjavíkur kostaði að meðaltali 469 þúsund krónur í fyrra. Vísir/Valli Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“ Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Hæsta meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var í miðborg Reykjavíkur en það lægsta í Vöngum í Hafnarfirði. Fermetrinn kostaði þá að meðaltali 469 þúsund í miðborginni en 275 þúsund í hverfinu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Var því um rúmlega 70 prósenta verðmun að ræða milli dýrustu og ódýrustu íbúðanna í fjölbýli eða svipað og árið 2015. Þetta kemur í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans sem byggir á tölum Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fermetraverð í miðborginni hafi verið um sjö prósentum hærra en í næstdýrasta hverfinu. „Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð,“ segir í samantektinni „Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar. Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.“ Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi eða um 25 prósent. Minnstu hækkanirnar voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt eitt prósent, og í Húsahverfi, um tæp tvö prósent. „Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks með tilliti til ferðakostnaðar til og frá vinnu.“
Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira