Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 ár: „Þetta snýst ekki um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sindri Sindrason skrifa 20. febrúar 2017 19:15 Þetta snýst ekki um mæður eða feður. Þetta snýst um foreldra sem beita tálmun, að hitt foreldrið fái ekki að hitta barnið. Þetta segir Ólafur William Hand, sem segir kerfið vera gamaldags og gallað og því þurfi að breyta. Þá segjast stjúpsysturnar, þær Jara Birna Þorkelsdóttir og Fríða Þorkelsdóttir, sakna fjórðu systurinnar og ekki skilja hvers vegna hún fái ekki að taka þátt í fjölskyldulífinu.Ekki hitt hana í fleiri mánuðiÓlafur segir frá því að saga sín hafi hafist árið 2006, þegar hann eignaðist dóttur. Fljótlega eftir að hún fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir dótturinnar fljótlega að tálma umgengni Ólafs við dóttur sína. Hann segir að málið hafi orðið ljótara og ljótara á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að dóttir hans fæddist. Í dag hefur Ólafur ekki hitt dóttur sína síðan þann 16. júlí á síðasta ári, eða í rúmlega 8 mánuði. Þá hafa systur hennar, ekki heldur hitt systur sína í fleiri mánuði. Þær segja samband sitt við systur sína alla tíð hafa verið gott, þær hafi þekkt hana frá því áður en hún byrjaði að tala og sakni hennar mjög.Velkst um í kerfinuÓlafur segir að hann hafi í langa tíð velkst um í kerfinu. Hann segist ekki vita hvort það sé við sýslumannað sakast, eða kerfið. „Það er þannig að ef að tálmun fer í gang, að þá hefur það foreldri sem er beitt þessari tálmun, möguleikann á að fara til sýslumanns og kvarta yfir því. Hann eða hún fær þá blað sem fyllt er út og óskað er eftir að dagsektum verði beint til þess að knýja á um umgengni.“ Ólafur segir að afgreiðsla sinna mála hafi ætíð tekið langan tíma í kerfinu þar sem aðstoð hjá sýslumanni taki langan tíma. Eftir fjórar vikur í kerfinu eru báðir foreldrar kallaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni. Ólafur segir að móðirin hafi ekki mætt í fyrsta skipti til sáttameðferðar og þá hafi liðið nokkrar vikur. Þá hafi verið liðnar 8 vikur frá því að Ólafur sá barnið sitt. „Mín krafa hefur alltaf verið sú að sá samningur sem er í gangi sem er staðfestur af sýslumanni sé bara virtur. Ég átta mig ekki á þessum hugmyndum með þessari sáttameðferð og hef ekki fengið skýringu á því.“ Ólafur bendir á að nokkru síðar eftir slíka meðferð hafi tálmun verið komið á aftur. Þá hafi sama hringrás hafist aftur þar sem Ólafi hafi verið gert að sækja um í sáttameðferð. Foreldrið sem tálmar geti þannig nýtt sér gallana í kerfinu til þess að tefja málið. Ólafur segist alls ekki vilja að málið verði kynjastimplað með einhverjum hætti.Vandamál einstaklinga sem rekja má beint til tálmunarÓlafur bendir á að hann hafi sjálfur reynslu af tálmun frá því í barnæsku, en móðir hans talaði alla tíð mjög illa um pabba hans og kom í veg fyrir að hann gæti hitt hann. Faðir hans endaði á að flytja til Bandaríkjanna. „Mörgum árum síðar þegar maður var kominn með aldur til að ráða hvað maður gerir sjálfur og þá hittum við bræðurnir pabba okkar. Að hitta föður sinn mörgum árum síðar er ofboðslega skrítið. Þú ert að hitta ókunnugan mann. Það er búið að taka pabba þinn frá þér. Fyrir mér var bara búið að myrða föður minn og ég var að hitta ókunnugan mann.“ Ólafur segir að hann eigi í dag engin samskipti við móður sína vegna þessa máls. Hann hafi hitt marga einstaklinga sem lent hafi í tálmun og í mörgum tilvikum hafi sá einstaklingur slitið algjörlega samskiptum við foreldrið sem beitti tálmuninni. „Ég hef líka hitt fullt af fólki sem lenti í slíkri tálmun og er í dag orðið ónýtt. Það er fólk sem á við mjög alvarleg vandamál að stríða, sem má beint rekja til þessa.“ Ólafur segist vakna á hverjum einasta morgni með áhyggjur, sem hann hefur af dóttur sinni vegna málsins.Fær ekki að taka þátt í fjölskyldunni„Það er verið að brjóta á þessum börnum, sáttmála sem við erum aðilar að, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem kveður skírt á um það, að börn eigi rétt á því að elska báða foreldra og umgangast báða foreldra jafnt. Mér finnst kerfið hafa brugðist barninu mínu.“ „Foreldrar sem geta ekki komið sér saman um hlutina, eru klárlega að gera barninu illt.“ Ólafur segist vera heppnasti maður í heimi, hann eigi yndislega eiginkonu sem hann er þakklátur fyrir að hafa komið inn í líf sitt og tekið þátt í þessu með honum. Hann segist eiga frábæra fjölskyldu, sem hann er þakklátur fyrir. „Barnið mitt fær ekki að taka þátt í dag.“Þetta snýst um dóttur mínaÓlafur, þú ert búinn að sýna mér fullt af tölvupóstum, sem barnsmóðir þín hefur sent þér, sem líta ekki vel út fyrir barnsmóður þína eða málstað hennar, en þú vilt ekki tala um þá eða sýna þá? „Nei mér finnst það ekki rétt, þetta eru póstar sem ég vona að hún hafi sent í geðshræringu eða einhverskonar ástandi sem hún hefur ekki verið að hugsa rétt í, ég vona það og trúi því. En fyrir mig að senda eða birta þessa tölvupósta a´þessu stigi málsins, er ég kominn niður á plan sem ég vill ekki vera á.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um dóttur mína. Ég er fyrst og fremst að hugsa um það, hvað heldur hún um móður sína? Ég vil ekki að dóttir min vakni upp 17 ára gömul og sjái það að ég hafi ekki gert neitt annað en að ráðast á móður sína.“ „Þetta snýst ekki um móður hennar, þetta snýst um dóttur mína og að hún fái þann rétt sem hún á, til þess að umgangast mig.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þetta snýst ekki um mæður eða feður. Þetta snýst um foreldra sem beita tálmun, að hitt foreldrið fái ekki að hitta barnið. Þetta segir Ólafur William Hand, sem segir kerfið vera gamaldags og gallað og því þurfi að breyta. Þá segjast stjúpsysturnar, þær Jara Birna Þorkelsdóttir og Fríða Þorkelsdóttir, sakna fjórðu systurinnar og ekki skilja hvers vegna hún fái ekki að taka þátt í fjölskyldulífinu.Ekki hitt hana í fleiri mánuðiÓlafur segir frá því að saga sín hafi hafist árið 2006, þegar hann eignaðist dóttur. Fljótlega eftir að hún fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir dótturinnar fljótlega að tálma umgengni Ólafs við dóttur sína. Hann segir að málið hafi orðið ljótara og ljótara á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að dóttir hans fæddist. Í dag hefur Ólafur ekki hitt dóttur sína síðan þann 16. júlí á síðasta ári, eða í rúmlega 8 mánuði. Þá hafa systur hennar, ekki heldur hitt systur sína í fleiri mánuði. Þær segja samband sitt við systur sína alla tíð hafa verið gott, þær hafi þekkt hana frá því áður en hún byrjaði að tala og sakni hennar mjög.Velkst um í kerfinuÓlafur segir að hann hafi í langa tíð velkst um í kerfinu. Hann segist ekki vita hvort það sé við sýslumannað sakast, eða kerfið. „Það er þannig að ef að tálmun fer í gang, að þá hefur það foreldri sem er beitt þessari tálmun, möguleikann á að fara til sýslumanns og kvarta yfir því. Hann eða hún fær þá blað sem fyllt er út og óskað er eftir að dagsektum verði beint til þess að knýja á um umgengni.“ Ólafur segir að afgreiðsla sinna mála hafi ætíð tekið langan tíma í kerfinu þar sem aðstoð hjá sýslumanni taki langan tíma. Eftir fjórar vikur í kerfinu eru báðir foreldrar kallaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni. Ólafur segir að móðirin hafi ekki mætt í fyrsta skipti til sáttameðferðar og þá hafi liðið nokkrar vikur. Þá hafi verið liðnar 8 vikur frá því að Ólafur sá barnið sitt. „Mín krafa hefur alltaf verið sú að sá samningur sem er í gangi sem er staðfestur af sýslumanni sé bara virtur. Ég átta mig ekki á þessum hugmyndum með þessari sáttameðferð og hef ekki fengið skýringu á því.“ Ólafur bendir á að nokkru síðar eftir slíka meðferð hafi tálmun verið komið á aftur. Þá hafi sama hringrás hafist aftur þar sem Ólafi hafi verið gert að sækja um í sáttameðferð. Foreldrið sem tálmar geti þannig nýtt sér gallana í kerfinu til þess að tefja málið. Ólafur segist alls ekki vilja að málið verði kynjastimplað með einhverjum hætti.Vandamál einstaklinga sem rekja má beint til tálmunarÓlafur bendir á að hann hafi sjálfur reynslu af tálmun frá því í barnæsku, en móðir hans talaði alla tíð mjög illa um pabba hans og kom í veg fyrir að hann gæti hitt hann. Faðir hans endaði á að flytja til Bandaríkjanna. „Mörgum árum síðar þegar maður var kominn með aldur til að ráða hvað maður gerir sjálfur og þá hittum við bræðurnir pabba okkar. Að hitta föður sinn mörgum árum síðar er ofboðslega skrítið. Þú ert að hitta ókunnugan mann. Það er búið að taka pabba þinn frá þér. Fyrir mér var bara búið að myrða föður minn og ég var að hitta ókunnugan mann.“ Ólafur segir að hann eigi í dag engin samskipti við móður sína vegna þessa máls. Hann hafi hitt marga einstaklinga sem lent hafi í tálmun og í mörgum tilvikum hafi sá einstaklingur slitið algjörlega samskiptum við foreldrið sem beitti tálmuninni. „Ég hef líka hitt fullt af fólki sem lenti í slíkri tálmun og er í dag orðið ónýtt. Það er fólk sem á við mjög alvarleg vandamál að stríða, sem má beint rekja til þessa.“ Ólafur segist vakna á hverjum einasta morgni með áhyggjur, sem hann hefur af dóttur sinni vegna málsins.Fær ekki að taka þátt í fjölskyldunni„Það er verið að brjóta á þessum börnum, sáttmála sem við erum aðilar að, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem kveður skírt á um það, að börn eigi rétt á því að elska báða foreldra og umgangast báða foreldra jafnt. Mér finnst kerfið hafa brugðist barninu mínu.“ „Foreldrar sem geta ekki komið sér saman um hlutina, eru klárlega að gera barninu illt.“ Ólafur segist vera heppnasti maður í heimi, hann eigi yndislega eiginkonu sem hann er þakklátur fyrir að hafa komið inn í líf sitt og tekið þátt í þessu með honum. Hann segist eiga frábæra fjölskyldu, sem hann er þakklátur fyrir. „Barnið mitt fær ekki að taka þátt í dag.“Þetta snýst um dóttur mínaÓlafur, þú ert búinn að sýna mér fullt af tölvupóstum, sem barnsmóðir þín hefur sent þér, sem líta ekki vel út fyrir barnsmóður þína eða málstað hennar, en þú vilt ekki tala um þá eða sýna þá? „Nei mér finnst það ekki rétt, þetta eru póstar sem ég vona að hún hafi sent í geðshræringu eða einhverskonar ástandi sem hún hefur ekki verið að hugsa rétt í, ég vona það og trúi því. En fyrir mig að senda eða birta þessa tölvupósta a´þessu stigi málsins, er ég kominn niður á plan sem ég vill ekki vera á.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um dóttur mína. Ég er fyrst og fremst að hugsa um það, hvað heldur hún um móður sína? Ég vil ekki að dóttir min vakni upp 17 ára gömul og sjái það að ég hafi ekki gert neitt annað en að ráðast á móður sína.“ „Þetta snýst ekki um móður hennar, þetta snýst um dóttur mína og að hún fái þann rétt sem hún á, til þess að umgangast mig.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira