Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 08:36 Maðurinn millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. vísir/anton brink. Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59