Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu Snærós Sindradóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Ekki mun losna um spennu á fasteignamarkaði fyrr en verulegt magn nýrra íbúða kemur á markað, að mati sérfræðings greiningardeildar Arion. vísir/vilhelm Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Ráðnir forstöðumenn hjá OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira