Menning

Lærði hjá Odd Nerdrum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ein mynda Stefáns.
Ein mynda Stefáns.
Sýning Stefáns Boulter, Stjörnu­glópar, stendur yfir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Meginuppistaða hennar er myndröð unnin á síðustu tveimur árum þar sem grunnstefið er rauðmáluð andlit kvenna sem virðast vera á hreyfingu og beina sjónum sínum í átt að himinhvolfinu. Rauði liturinn hefur margvíslega táknræna skírskotun og er meðal annars þekktur sem litur hugrekkis og viljastyrks.

Stefán lærði grafíska hönnun í Tempe, Arizona í Bandaríkjunum og var líka við listnám í Flórens á Ítalíu. Síðar varð hann lærlingur og aðstoðarmaður hins virta og umdeilda norska listamanns Odds Nerdrum og bera verk hans því vitni.

Stefán hefur sýnt í listasöfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Sýningin stendur til 11. mars. Aðgangur er ókeypis.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. febrúar 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.