Bíó og sjónvarp

Eddan 2017: Bestu tístin

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Edduverðlaunin voru afhent fyrr í kvöld.
Edduverðlaunin voru afhent fyrr í kvöld. Vísir/Hanna
Mikið var um dýrðir á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld en var þetta í 18. skipti sem verðlaunin eru veitt. Eins og margir eflaust vita er Eddan veitt fyrir góða frammistöðu á sviði sjónvarps- og kvikmyndalistar. 

Edduverðlaunin voru í beinni útsendingu á Rúv fyrr í kvöld en segja má að kvikmyndin Hjartasteinn hafi verið sigurveri kvöldsins en myndin hreppti tíu verðlaun, meðal annars fyrir bestu myndina. 

Kvikmyndin Eiðurinn var einnig sigursæl og hlaut fimm verðlaun.

Hera Hilmarsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Eiðnum en Blær Hinriksson hreppti verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Hjartasteini. 

Vísir tók saman nokkur af skemmtilegustu tístum kvöldsins sem sjá má hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×