Lífið

Auddi sagðist hafa flutt frumsamið lag í Fíladelfíusöfnuðinum: „Þetta var svona one hit wonder“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég hef flutt frumsagið lag í Fíladelfíusöfnuðinum.“ Svona byrjar óborganlega saga sem Auðunn Blöndal sagði í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Afi minn fékk mig til að gera þetta og hann var ekkert að fíflast. Ég byrjaði að semja lagið og afi hjálpaði mér að klára það. Hann var svo ánægður með það að hann vildi að ég myndi flytja það á svona samkomu.“

Auddi var beðinn um að syngja brot úr laginu, Hver er sá besti, og hljómar það svona:

Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.

Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.

Hann er uppi á himninum, þangað vil ég fara.

Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.

Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.

Hér að ofan má sjá myndband af þessari sögu og spurning hvort þetta sé lygi eða sannleikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.