Sjálfstæðir menn Stefán Pálsson skrifar 12. febrúar 2017 10:00 „Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um „vestheimska alheimsku“. Þar jós skáldið úr skálum reiði sinnar yfir neysluhyggju bandarísks samfélags sem snerist um auglýsingaskrum og lágkúru en æðri listir og dýpri hugsun væru gerð útlæg. En í svartnættinu vestan hafs var þó ljósan blett að finna: einn afburðamann sem ekki léti bugast gagnvart skrílmenningunni. „Sterkustu máttarviði verslunarvaldsins hefur hann hrist, svo hrikt hefur í allri Amriku og jarðskjálfti farið í gegnum alt þjóðfélagið. Með skarpskyggni sinni, ótæmandi þekkingu, síbrennandi hugsjónaeldi, og ritleikni, hefur hann feingið því áorkað, að augu miljóna í þessu landi hafa opnast fyrir sannindunum um böl það sem fjendur þessarar þjóðar, auðvaldsdrottnararnir og fótaþurkur þeirra, hafa eytt dollarabiljónum í að telja amrísku fólki trú um að væri upphefð hennar. Hann hefur lagt í rústir fyrir auðvaldinu nokkura biljóna virði af heimsku.“ Maðurinn sem Halldór Laxness mærði svo mjög í grein sinni, var Upton Sinclair – vinur hans og starfsbróðir. Aðdáunin í garð hins bandaríska baráttumanns var fölskvalaus og Halldór nær að koma því skýrt að í frásögninni að þeir Sinclair þekkist, með því að rifja upp frekar léttvægar samræður þeirra á gönguför í Kaliforníu einhverjum misserum fyrr. Raunar var ekki að undra þótt skáldið frá Laxnesi liti upp til þessa félaga síns. Upton Sinclair var aldarfjórðungi eldri og heimskunnur rithöfundur, þótt frægð hans hafi verulega dofnað í seinni tíð. Það var skáldsagan The Jungle frá árinu 1906 sem gerði Sinclair að stjörnu á einni nóttu. Bókin hefur illu heilli aldrei komið út á íslensku í fullri lengd, en styttri útgáfa í hraðsoðinni þýðingu var gefin út á Stokkseyri árið 1913 og nefndist þá Á refilstigum. Í tímamótaverki sínu, Bréfi til Láru, varði Þórbergur Þórðarson drjúgu rými í að ræða um hina áhrifaríku bók Sinclairs. Önnur lykilbók frá fyrri helmingi tuttugustu aldar verður að teljast undir sterkum áhrifum frá verkinu, þótt það sé ekki sagt með berum orðum. Það er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.Frelsisdraumar fátæklingsins Sjálfstætt fólk er vitaskuld einhver ástsælasta íslenska skáldsagan, frábært og djúpt bókmenntaverk. Söguþráðurinn er þó frekar einfaldur: Guðbjartur Jónsson, Bjartur í Sumarhúsum, er stoltur smábóndi sem stritar mestalla ævina í þeirri þrjósku trú að hann geti orðið sjálfstæður maður og átt sína eigin jörð. Í þeirri styrjöld fórnar hann óafvitandi öllu því sem honum er kærast. Undir lok bókarinnar matar höfundurinn lesandann á boðskapnum, nánast með skeið, þar sem Bjartur er staddur í hópi verkfallsmanna í litlu þorpi sem færa honum stolið kaffi og brauð, lögreglan er væntanleg og bardagi í uppsiglingu. Þá loks skilur gamli þverhausinn hvernig í öllu liggur og skilur son sinn eftir hjá verkamönnunum að berjast. Snilldin í Sjálfstæðu fólki felst ekki í fléttunni heldur stílbrögðum, persónusköpun og hliðarsögum. Ekki þarf hins vegar að blaða lengi í Frumskógi Sinclairs til að rekast á talsverð líkindi. Söguhetja Frumskógarins er Jurgis Rudkus, innflytjandi frá Litháen, sem tekur sig upp með fjölskyldu sína og flytur til Evrópu. Á meðan Bjartur lét sig dreyma um frelsi í kotbýli á íslenskum heiðum, er fyrirheitna land Jurgis Chicago-borg þar sem smjör drypi af hverju strái. Þegar við komuna ræðst Jurgis til starfa í hinum gríðarstóra kjötiðnaði borgarinnar. Litháinn ungi er nautsterkur og hamhleypa til vinnu. Hann trúir því ekki öðru en að honum veitist létt að framfleyta sér, ungu eiginkonunni og öldruðum ættingjum með atorku sinni. Ungmennin í hópnum muni svo geta gengið í skóla og menntað sig. Þegar á hólminn er komið reynist lífsbaráttan harðari. Allir neyðast til að vinna erfiðisvinnu, ungir jafnt sem gamlir. Hvert áfallið á fætur öðru dynur á fjölskyldunni og skilja eftir sár á líkama og sál, en alltaf er viðkvæði Jurgis á sömu leið: „Ég legg þá bara harðar að mér.“ Fjölskyldumeðlimir deyja vegna matareitrunar, missa geðheilsuna vegna vinnuhörku og slæms aðbúnaðar og frumburður Jurgis drukknar í forinni á milli húskofanna sem verkafólkið býr í. Fjölskyldan glatar aleigunni vegna svika fasteignafélags. Eiginkonan kornunga neyðist til að ráða sig í vinnu hjá manni sem nauðgar henni og misnotar kynferðislega. Jurgis gengur í skrokk á níðingnum en uppsker fangelsisvist sem endanlega sópar fótunum undan fjölskyldunni. Rétt þegar hann sleppur aftur út deyr eiginkonan af barnsförum, en engir peningar höfðu verið til þess að kalla út lækni. Veröld Jurgis er endanlega hrunin. Allir ástvinirnir eru látnir eða horfnir og draumurinn um frelsið í Ameríku er orðinn að martröð. Fyrstu viðbrögð hans einkennast af algjöru skeytingarleysi. Hann hallar sér að flöskunni, flakkar milli starfa og gerist jafnvel kosningasmali fyrir ófyrirleitinn auðkýfing sem er í framboði fyrir Repúblikana. Eftir heila bók af hryllingslýsingum á ömurlegu hlutskipti fátæks verkafólks, virðist Upton Sinclair hafa ákveðið að taka enga áhættu á að boðskapurinn færi fram hjá lesandanum. Undir lok sögunnar álpast Jurigs inn á fyrirlestur hjá sósíalista nokkrum, sem ræður hann sem aðstoðarmann sinn. Sósíalistinn er mikill pólitískur hugsuður og lýsir hugmyndum sínum um ranglæti auðvaldsskipulagsins og kosti jafnaðarstefnunnar í löngu máli. Að lokum rennur upp ljós fyrir Jurgis, sem loksins skilur að ameríski draumurinn var blekking og áföll hans í lífinu voru í raun kapítalismanum að kenna.Miðað á hjartað… Hvort Halldór Laxness hafi beinlínis haft Jurgis Rudkus í huga þegar hann skapaði Guðbjart Jónsson skal ósagt látið, enda skiptir það í sjálfu sér engu máli þótt líkindin séu talsverð. Sem bókmenntaverk stendur Sjálfstætt fólk langtum framar Frumskógi Sinclairs, enda síðarnefnda sagan á löngum köflum miklu fremur pólitískt áróðursrit en skáldsaga. Líkt og Halldór Laxness lýsti svo fjálglega, var markmið höfundarins að hrista upp í auðvaldskerfinu. Rithöfundurinn og vinstrimaðurinn Jack London lýsti þeirri von sinni að sagan af Jurgis myndi valda sömu vitundarvakningu um kjör farandvinnufólks í bandarískum iðnaði og Kofi Tómasar frænda hefði gert varðandi þrælahald áratugum fyrr. Þær vonir rættust ekki nema að takmörkuðu leyti. Frumskógurinn varð að sönnu metsölubók og á hvers manns vörum. Það voru þó ekki dapurleg örlög persónanna í bókinni sem mest áhrif höfðu á lesendur, heldur viðbjóðslegar lýsingarnar á aðstæðum og vinnsluaðferðum í kjötiðnaðinum. Sú mynd sem þar var dregin upp var ekki tilbúningur höfundarins, heldur byggði hún á vettvangsrannsóknum. Lesendur kúguðust yfir frásögnum af dragúldnu kjöti sem notað var í kæfu- og pylsugerð, rottugangi, sóðaskap og útbreiddum vörusvikum þar sem kjöt af skepnum af öllum aldri og tegundum var selt sem gæðavara. Stjórnvöld voru nauðbeygð að grípa í taumana. Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti skipaði ráðherrum sínum að rannsaka málið. Viðbrögð alríkisstjórnarinnar voru þau að setja löggjöf um meðferð matvæla og koma upp eftirlitsstofnunum sem síðar urðu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. Því má segja að bókin hafi getið af sér mestu breytingar í neytendavernd vestanhafs á tuttugustu öld, sem hlýtur að teljast dágott fyrir verk sem birtist fyrst sem framhaldssaga í líttþekktu sósíalistablaði. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um „vestheimska alheimsku“. Þar jós skáldið úr skálum reiði sinnar yfir neysluhyggju bandarísks samfélags sem snerist um auglýsingaskrum og lágkúru en æðri listir og dýpri hugsun væru gerð útlæg. En í svartnættinu vestan hafs var þó ljósan blett að finna: einn afburðamann sem ekki léti bugast gagnvart skrílmenningunni. „Sterkustu máttarviði verslunarvaldsins hefur hann hrist, svo hrikt hefur í allri Amriku og jarðskjálfti farið í gegnum alt þjóðfélagið. Með skarpskyggni sinni, ótæmandi þekkingu, síbrennandi hugsjónaeldi, og ritleikni, hefur hann feingið því áorkað, að augu miljóna í þessu landi hafa opnast fyrir sannindunum um böl það sem fjendur þessarar þjóðar, auðvaldsdrottnararnir og fótaþurkur þeirra, hafa eytt dollarabiljónum í að telja amrísku fólki trú um að væri upphefð hennar. Hann hefur lagt í rústir fyrir auðvaldinu nokkura biljóna virði af heimsku.“ Maðurinn sem Halldór Laxness mærði svo mjög í grein sinni, var Upton Sinclair – vinur hans og starfsbróðir. Aðdáunin í garð hins bandaríska baráttumanns var fölskvalaus og Halldór nær að koma því skýrt að í frásögninni að þeir Sinclair þekkist, með því að rifja upp frekar léttvægar samræður þeirra á gönguför í Kaliforníu einhverjum misserum fyrr. Raunar var ekki að undra þótt skáldið frá Laxnesi liti upp til þessa félaga síns. Upton Sinclair var aldarfjórðungi eldri og heimskunnur rithöfundur, þótt frægð hans hafi verulega dofnað í seinni tíð. Það var skáldsagan The Jungle frá árinu 1906 sem gerði Sinclair að stjörnu á einni nóttu. Bókin hefur illu heilli aldrei komið út á íslensku í fullri lengd, en styttri útgáfa í hraðsoðinni þýðingu var gefin út á Stokkseyri árið 1913 og nefndist þá Á refilstigum. Í tímamótaverki sínu, Bréfi til Láru, varði Þórbergur Þórðarson drjúgu rými í að ræða um hina áhrifaríku bók Sinclairs. Önnur lykilbók frá fyrri helmingi tuttugustu aldar verður að teljast undir sterkum áhrifum frá verkinu, þótt það sé ekki sagt með berum orðum. Það er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.Frelsisdraumar fátæklingsins Sjálfstætt fólk er vitaskuld einhver ástsælasta íslenska skáldsagan, frábært og djúpt bókmenntaverk. Söguþráðurinn er þó frekar einfaldur: Guðbjartur Jónsson, Bjartur í Sumarhúsum, er stoltur smábóndi sem stritar mestalla ævina í þeirri þrjósku trú að hann geti orðið sjálfstæður maður og átt sína eigin jörð. Í þeirri styrjöld fórnar hann óafvitandi öllu því sem honum er kærast. Undir lok bókarinnar matar höfundurinn lesandann á boðskapnum, nánast með skeið, þar sem Bjartur er staddur í hópi verkfallsmanna í litlu þorpi sem færa honum stolið kaffi og brauð, lögreglan er væntanleg og bardagi í uppsiglingu. Þá loks skilur gamli þverhausinn hvernig í öllu liggur og skilur son sinn eftir hjá verkamönnunum að berjast. Snilldin í Sjálfstæðu fólki felst ekki í fléttunni heldur stílbrögðum, persónusköpun og hliðarsögum. Ekki þarf hins vegar að blaða lengi í Frumskógi Sinclairs til að rekast á talsverð líkindi. Söguhetja Frumskógarins er Jurgis Rudkus, innflytjandi frá Litháen, sem tekur sig upp með fjölskyldu sína og flytur til Evrópu. Á meðan Bjartur lét sig dreyma um frelsi í kotbýli á íslenskum heiðum, er fyrirheitna land Jurgis Chicago-borg þar sem smjör drypi af hverju strái. Þegar við komuna ræðst Jurgis til starfa í hinum gríðarstóra kjötiðnaði borgarinnar. Litháinn ungi er nautsterkur og hamhleypa til vinnu. Hann trúir því ekki öðru en að honum veitist létt að framfleyta sér, ungu eiginkonunni og öldruðum ættingjum með atorku sinni. Ungmennin í hópnum muni svo geta gengið í skóla og menntað sig. Þegar á hólminn er komið reynist lífsbaráttan harðari. Allir neyðast til að vinna erfiðisvinnu, ungir jafnt sem gamlir. Hvert áfallið á fætur öðru dynur á fjölskyldunni og skilja eftir sár á líkama og sál, en alltaf er viðkvæði Jurgis á sömu leið: „Ég legg þá bara harðar að mér.“ Fjölskyldumeðlimir deyja vegna matareitrunar, missa geðheilsuna vegna vinnuhörku og slæms aðbúnaðar og frumburður Jurgis drukknar í forinni á milli húskofanna sem verkafólkið býr í. Fjölskyldan glatar aleigunni vegna svika fasteignafélags. Eiginkonan kornunga neyðist til að ráða sig í vinnu hjá manni sem nauðgar henni og misnotar kynferðislega. Jurgis gengur í skrokk á níðingnum en uppsker fangelsisvist sem endanlega sópar fótunum undan fjölskyldunni. Rétt þegar hann sleppur aftur út deyr eiginkonan af barnsförum, en engir peningar höfðu verið til þess að kalla út lækni. Veröld Jurgis er endanlega hrunin. Allir ástvinirnir eru látnir eða horfnir og draumurinn um frelsið í Ameríku er orðinn að martröð. Fyrstu viðbrögð hans einkennast af algjöru skeytingarleysi. Hann hallar sér að flöskunni, flakkar milli starfa og gerist jafnvel kosningasmali fyrir ófyrirleitinn auðkýfing sem er í framboði fyrir Repúblikana. Eftir heila bók af hryllingslýsingum á ömurlegu hlutskipti fátæks verkafólks, virðist Upton Sinclair hafa ákveðið að taka enga áhættu á að boðskapurinn færi fram hjá lesandanum. Undir lok sögunnar álpast Jurigs inn á fyrirlestur hjá sósíalista nokkrum, sem ræður hann sem aðstoðarmann sinn. Sósíalistinn er mikill pólitískur hugsuður og lýsir hugmyndum sínum um ranglæti auðvaldsskipulagsins og kosti jafnaðarstefnunnar í löngu máli. Að lokum rennur upp ljós fyrir Jurgis, sem loksins skilur að ameríski draumurinn var blekking og áföll hans í lífinu voru í raun kapítalismanum að kenna.Miðað á hjartað… Hvort Halldór Laxness hafi beinlínis haft Jurgis Rudkus í huga þegar hann skapaði Guðbjart Jónsson skal ósagt látið, enda skiptir það í sjálfu sér engu máli þótt líkindin séu talsverð. Sem bókmenntaverk stendur Sjálfstætt fólk langtum framar Frumskógi Sinclairs, enda síðarnefnda sagan á löngum köflum miklu fremur pólitískt áróðursrit en skáldsaga. Líkt og Halldór Laxness lýsti svo fjálglega, var markmið höfundarins að hrista upp í auðvaldskerfinu. Rithöfundurinn og vinstrimaðurinn Jack London lýsti þeirri von sinni að sagan af Jurgis myndi valda sömu vitundarvakningu um kjör farandvinnufólks í bandarískum iðnaði og Kofi Tómasar frænda hefði gert varðandi þrælahald áratugum fyrr. Þær vonir rættust ekki nema að takmörkuðu leyti. Frumskógurinn varð að sönnu metsölubók og á hvers manns vörum. Það voru þó ekki dapurleg örlög persónanna í bókinni sem mest áhrif höfðu á lesendur, heldur viðbjóðslegar lýsingarnar á aðstæðum og vinnsluaðferðum í kjötiðnaðinum. Sú mynd sem þar var dregin upp var ekki tilbúningur höfundarins, heldur byggði hún á vettvangsrannsóknum. Lesendur kúguðust yfir frásögnum af dragúldnu kjöti sem notað var í kæfu- og pylsugerð, rottugangi, sóðaskap og útbreiddum vörusvikum þar sem kjöt af skepnum af öllum aldri og tegundum var selt sem gæðavara. Stjórnvöld voru nauðbeygð að grípa í taumana. Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti skipaði ráðherrum sínum að rannsaka málið. Viðbrögð alríkisstjórnarinnar voru þau að setja löggjöf um meðferð matvæla og koma upp eftirlitsstofnunum sem síðar urðu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. Því má segja að bókin hafi getið af sér mestu breytingar í neytendavernd vestanhafs á tuttugustu öld, sem hlýtur að teljast dágott fyrir verk sem birtist fyrst sem framhaldssaga í líttþekktu sósíalistablaði.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira