Tónlist

Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Desiigner í þann mund að taka víkingaklappið á Grammyverðlaunahátíðinni í nótt.
Desiigner í þann mund að taka víkingaklappið á Grammyverðlaunahátíðinni í nótt. Vísir/Getty
Rapparinn Desiigner, sem gerði allt vitlaust á síðasta ári með smelli sínum Panda, skeiðar aftur fram á hljómvöllinn með lagi sem nefnist Outlet.

Þó svo að það eitt og sér sé fréttnæmt þá er annað sem vekur athygli. Rapparinn blandar nefnilega upptöku af Víkingaklappi íslenskra stuðningsmanna inn í verkið sem heyra má greinilega í upphafi lagsins. 

Ef eyru blaðamanns svíkja hann ekki reiðir Desiigner sig á upptöku frá heimkomu strákanna á Arnarhóli eftir Evrópumótið í knattspyrnu síðasta sumar. 

Lagið leit dagsins ljós um helgina og hefur fengið ágætis viðtökur það sem af er. Við gefum okkur að það sé einungis Víkingaklappinu að þakka. 

Hér að neðan má heyra Outlet og Víkingaklappið.

Hér má svo heyra lagið Panda sem skaut fyrrnefndum Desiigner upp á stjörnuhimininn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.