Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 06:00 mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira