Erlent

Tveir útvarpsmenn skotnir til bana í miðri útsendingu

atli ísleifsson skrifar
Útvarpsmennirnir voru starfsmenn útvarpsstöðvarinnar FM 103,5.
Útvarpsmennirnir voru starfsmenn útvarpsstöðvarinnar FM 103,5. Vísir/EPA
Þrír menn hafa verið handteknir eftir að tveir útvarpsmenn voru drepnir í beinni útsendingu í Dóminíska lýðveldinu.

Annar fréttamannanna var að taka upp þátt í beinni útsendinu á Facebook (Facebook Live) þegar hann var skotinn. Á upptöku má heyra þegar skothljóð og kona hrópar skelfingu lostin að einhver sé að hleypa af byssu.

BBC segir frá því að árásin hafi átt sér stað í gær í San Pedro de Macoris, austur af höfuðborginni Santo Domingo.

Útvarpsmennirnir sem létust voru þáttastjórnandinn Luis Manuel Medina og framleiðandinn Leo Martinez. Mennirnir voru starfsmenn útvarpsstöðvarinnar FM 103,5. Þá særðist kona í árásinni og hefur hún gengist undir aðgerð.

Hinum handteknu hefur enn ekki verið birt ákæra og segist lögregla ekki vita um ástæður árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×