Erlent

Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn.
Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Vísir/Getty

Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi.



Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.

Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða.



Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi.



Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur.



Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×