Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 13:34 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Borgunarmálið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Borgunarmálið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira