Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2017 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór „Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Við höfum verið að fara óformlega yfir hlutina og ég hef verið í samskiptum við fólk,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem tilkynnti á Twitter rétt fyrir klukkan tvö í dag að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög sé hafin. Í samtali við Vísi segir hún mikilvægt að sú vinna verði samræmd á milli ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að vinna stjórnvalda við kortlagningu á áhrifum sjómannaverkfalls á fyrirtæki og sveitarfélög er hafin.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 2, 2017 Vilja átta sig á heildarmyndinni „Meginmálið er samt að leysa deiluna sem fyrst, það er lang stærsta málið,“ segir Þorgerður Katrín sem er þessa stundina stödd úti í landi þar sem hún hefur rætt við fólk og spurt hvaða áhrif þessi deila hafi. „Hún er ekki síst að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki tengd sjávarútvegi.“ Aðspurð hverju slík vinna á að skila og hvort hún muni hjálpa að einhverju leyti til við að leysa þessa kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna svarar Þorgerður að aðallega sé farið í þessa kortlagningu svo hægt sé að átta sig á heildarmyndinni.Sjómenn og útgerðarmenn munu funda á morgun vegna kjaradeilunnar.Vísir/EyþórTalar reglulega við deiluaðila „En menn mega ekki gleyma því að það góða við kvótakerfið er að kvótinn er þarna enn þá. Það á eftir að veiða fiskinn, menn mega ekki gleyma því heldur og menn mega ekki fara alveg af hjörum yfir ástandinu. Það er mikilvægt að menn séu tilbúnir og reiðubúnir og átti sig á stóru myndinni og hvetji deilu aðila til að ljúka þessu máli.“ Hún segist reglulega ræða við deiluaðila og fylgist mjög vel með gangi mála. „Það er alveg ljóst að málið er í hnút en ég vil meina að hann sé ekki óleysanlegur. Menn munu funda á morgun og ég held að þá hljóti menn að setjast niður og átta sig á því hver staða málsins er þá.“Ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda Þorgerður Katrín hefur margoft látið hafa eftir sér að ekki komi til greina að stjórnvöld skipti sér af þessari deilu. Aðspurð hvort að stjórnvöld vinni með einhver tímamörk í því tilliti svarar hún því neitandi. „Þá ertu um leið að segja að þá ætli stjórnvöld að grípa inn í og ég held að það séu ekki góð skilaboð inn í deiluna. Ég er búin að fá frá báðum aðilum að þeir vilja ekki afskipti, þeir vilja leysa þetta. Þeir gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeirra herðum. Það er alveg ótvírætt að það er ekki verið að biðja um aðgerðir stjórnvalda í þessu.“Lilja Alfreðsdóttir hefur hvatt Þorgerði til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.Mynd/StefánLilja hvatt ráðherra til að aðhafast Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur á vettvangi Alþingi að undanförnu hvatt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. Taldi Lilja nauðsynlegt að þjóðhagslega útreikna á tapi vegna verkfalls sjómanna sem hleypur á milljörðum en Lilja tók fram að henni sé annt um að deilan leysist án verkfalls. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Facebook í dag að það ætti að vera öllum ljóst sem vilja horfast í augu við raunveruleikann að verkfall sjómanna getur ekki staðið endalaust.Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Segir ljóst að verkfallið getur ekki staðið endalaust „Tjónið sem orðið hefur er ekki eingöngu sjómanna og útgerðarmanna. Ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt eiga nú undir högg að sækja og fjölmörg störf kunna að tapast ef verkfallið dregst frekar á langinn. Harðast kemur þetta niður á mörg hundruð manns í fiskvinnslu sem nauðbeygt hefur verið sett á atvinnuleysisbætur. Þá er ótalið áhrif sem þetta hefur haft á sveitarfélög, aðgengi greinarinnar að erlendum mörkuðum og á endanum á allt efnahagslífið og þar með ríkissjóð og forsendur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Teitur.Alvarlegt þó ýmsir finni það ekki á eigin skinni Hann ítrekaði að alvarleiki málsins sé mikill þó svo að ýmsir, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, finni það ekki enn á eigin skinni. „Þess vegna vænti ég þess og stjórnvöld vinni nú hratt og örugglega að sviðsmyndum og efnahagsgreiningum um áhrif verkfallsins á þjóðarbúið allt og mögulegum viðbragðsáætlunum enda slíkt verið gert af minna tilefni þótt alvarleg hafi verið. En fyrst og síðast er ábyrgð deiluaðila mikil og þeim á að vera ljós þrýstingurinn og krafan um að ná saman og enda þessa deilu.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Brýnt að meta þjóðfélagslegt tap vegna verkfallsins Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsókanrflokksins, hefur á vettvangi Alþingis að undanförnu hvatt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að aðhafast vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar. 2. febrúar 2017 13:30