Skotsilfur Markaðarins: Konurnar að taka yfir og stjórnarbreytingar í vændum hjá Arion RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. febrúar 2017 14:00 Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira