Körfubolti

Nóg af umdeildum atvikum undir lokin í leik KR og Þórs Þ.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það ætlaði allt að sjóða upp úr.
Það ætlaði allt að sjóða upp úr.
KR vann Þór frá Þorlákshöfn, 95-91, í æsispennandi körfuboltaleik í Dominos-deild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í gær og var nóg um umdeilt atvik í leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, og Tobin Carberry, leikmaður Þórs Þ., lentu nokkrum sinnum í ryskingum og var síðan eitt mjög umdeilt atvik undir lok leiksins þegar Þórsarar vildu meina að þeir ættu að fá boltann þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Dómararnir dæmdu KR boltann og við það lauk í raun leiknum.

Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson ræddu þennan leik í Dominos-Körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport í gær.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×