Sport

Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady með bikarinn í Boston í dag.
Brady með bikarinn í Boston í dag. vísir/getty
Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots.

Patriots varð meistari aðfararnótt mánudags eftir hádramatískan sigur á Atlanta Falcons í úrslitaleik deildarinnar - Super Bowl.

Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, fékk margar vænar sneiðar frá stuðningsmönnum Pats í dag og fannst mörgum nóg um.

Goodell setti hetju liðsins, Tom Brady, í fjögurra leikja bann fyrir tímabilið en því var svarað með því að vinna meistaratitilinn.

Robert Kraft, eigandi Patriots, í banastuði.vísir/getty
Matt Patricia varnarþjálfari með bikarinn við hlið aðalþjálfarans, Bill Belichick.vísir/getty
Það þurfti að moka snjó á götum Boston áður en liðið fór þar í gegn.vísir/getty
Þessi biðu lengi eftir hetjunum. Í stuði.vísir/getty
Brady-skiltin voru víða.vísir/getty
Skítakuldi? Hverjum er ekki sléttsama? Ég ríf mig úr að ofan enda alvöru maður.vísir/getty
Það var glæsileg stemning í Boston.vísir/getty
Auðvitað var Rob Gronkowski ber að ofan með kaldan í báðum höndum. Það verður partí heima hjá honum fram að páskum.vísir/getty
NFL

Tengdar fréttir

Lék í auglýsingu með fimm hringa | Myndband

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var óhræddur við að taka upp auglýsingu fyrir Super Bowl þar sem hann var með fimm hringa en hann átti "aðeins“ fjóra fyrir leikinn nýliðna nótt.

Wahlberg missti af sögulegri endurkomu Patriots

Stórleikarinn Mark Wahlberg er mikill stuðningsmaður New England Patriots og hann á líklega seint eftir að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa farið heim of snemma í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×