Viðskipti innlent

WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir
WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem „me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins.

Björgólfur sagði á uppgjörsfundi Icelandair Group í gær það ljóst að fyrirtækið þurfi að laga sig að breyttu neyslumynstri hverju sinni í ljósi fækkana í bókunum hjá dótturfélaginu Icelandair.

„Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina.

„Ég veit ekki hvort þessi kynslóð vilji endilega bendla sig við low-cost,“ sagði forstjórinn. „Ég held hún vilji bara fá þjónustu og eiga möguleika á að kaupa þjónustu. Við verðum að breyta okkur í þessa áttina.“


Tengdar fréttir

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu

Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Ice­landair og hluthafa fyrirtækisins.

Margir boltar á lofti og hlutabréfin lækka

Sérfræðingur á hlutabréfamarkaði segir ekki koma á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar í kjölfar uppgjörsfundar Icelandair Group. Félagið íhugar að breyta fargjöldum á Saga Class og vöruframboði til að mæta samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×