Fáið ykkur alvöru vinnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2017 22:00 Spieth gefur ekki hverjum sem er eiginhandaráritun. vísir/getty Kylfingurinn Jordan Spieth gelti á hóp manna sem var með leiðindi við hann af því hann vildi ekki gefa þeim eiginhandaráritun. Þarna voru á ferð menn sem hafa það að atvinnu að láta íþróttamenn skrifa á hina og þessa muni. Þeir eru síðan seldir fyrir talsverðar upphæðir. Spieth er búinn að fá nóg af því að þessir menn séu að græða á árangri hans og annarra. „Ég er ekki hrifinn af fólki sem reynir að græða á árangri annarra. Ég er alltaf til í að skrifa fyrir krakkana en ekki fyrir þessa menn,“ sagði Spieth pirraður. „Liðið okkar fylgist með þessu og þessir menn mæta með fulla poka af dóti sem þeir ætla síðan að græða á þegar ég hef áritað dótið. Fáið ykkur alvöru vinnu í stað þess að græða á öðrum.“ Atvinnuáritanaeltararnir, það er nýyrði, reiddust þegar Spieth labbaði fram hjá þeim eftir æfingahring á Pebble Beach. Þeir fóru svo að rífa kjaft er Spieth áritaði fyrir nokkra krakka. „Þeir voru að nota F-orðið og ég sagði þeim að passa sig í kringum börnin. Þeir héldu samt áfram að nota fúkyrði í minn garð. Þá snéri ég mér við og tjáði þeim að mér þætti þessi hegðun ekki í lagi.“ Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kylfingurinn Jordan Spieth gelti á hóp manna sem var með leiðindi við hann af því hann vildi ekki gefa þeim eiginhandaráritun. Þarna voru á ferð menn sem hafa það að atvinnu að láta íþróttamenn skrifa á hina og þessa muni. Þeir eru síðan seldir fyrir talsverðar upphæðir. Spieth er búinn að fá nóg af því að þessir menn séu að græða á árangri hans og annarra. „Ég er ekki hrifinn af fólki sem reynir að græða á árangri annarra. Ég er alltaf til í að skrifa fyrir krakkana en ekki fyrir þessa menn,“ sagði Spieth pirraður. „Liðið okkar fylgist með þessu og þessir menn mæta með fulla poka af dóti sem þeir ætla síðan að græða á þegar ég hef áritað dótið. Fáið ykkur alvöru vinnu í stað þess að græða á öðrum.“ Atvinnuáritanaeltararnir, það er nýyrði, reiddust þegar Spieth labbaði fram hjá þeim eftir æfingahring á Pebble Beach. Þeir fóru svo að rífa kjaft er Spieth áritaði fyrir nokkra krakka. „Þeir voru að nota F-orðið og ég sagði þeim að passa sig í kringum börnin. Þeir héldu samt áfram að nota fúkyrði í minn garð. Þá snéri ég mér við og tjáði þeim að mér þætti þessi hegðun ekki í lagi.“
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira