Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2017 08:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær að spreyta sig gegn þeirri bestu í Ástralíu. mynd/gsí/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum. Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum.
Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42