Viðskipti sem byggja á trausti 31. janúar 2017 16:30 Sigurður Kr. Sigurðsson (t.v.) er framkvæmdastjóri Hrauntaks. Með honum er Ellert Alexandersson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hraun og sandur ehf., sem er einn af mörgum ánægðum viðskiptavinum Hrauntaks. MYND/EYÞÓR Flestir í vinnuvéla- og verktakabransanum þekkja fyrirtækið Hrauntak ehf. sem undanfarin ár hefur annast innflutning á notuðum og nýjum vinnuvélum, dráttarbílum, vörubílum og ýmiss konar tækjum og varahlutum. Eigandi Hrauntaks er Sigurður Kr. Sigurðsson en hann hefur verið viðloðandi sölu á ýmsum tækjum síðastliðin 20 ár. Hann segir þessa tvo áratugi hafa verið eftirminnilega og einkennst af miklum sveiflum. Síðustu árin hafi salan þó verið verið jöfn og stigvaxandi sem er alltaf best. „Sem betur fer er umhverfið á Íslandi að batna í sölu á vinnuvélum, stærri bílum og tækjum en það er þó mismunandi eftir greinum.“Schmitz býður upp á margar úfærslur á malbiksflutningavögnum og pöllum ábyggðum á vörubíla, bæði úr stáli og áli.Á mörgum árum hefur Hrauntak byggt upp viðskiptasambönd við erlend fyrirtæki og seljendur sem byggist á gagnkvæmu trausti sem er mikils virði að sögn Sigurðar. „En það sem skiptir mestu máli og er ánægjulegast er að við erum að annast innkaup og innflutning fyrir stóran hóp tryggra viðskiptavina á Íslandi sem koma aftur og aftur. Það gerir daglegt starf svo skemmtilegt. Viðskiptavinir okkar eru oftar en ekki kraftmiklir, stórskemmtilegir og duglegir framkvæmdamenn sem liggja ekki á skoðunum sínum. Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á vörumerkjum og búnaði þeirra tækja sem þeir vilja kaupa.“Tvö op eru á sitt hvorri hlið malbiksvagnanna þar sem hægt er að mæla og fylgjast með hitanum í malbikinu.Traustir vagnar Hrauntak er umboðsaðili fyrir Schmitz malarvagna en Schmitz er eitt stærsta fyrirtækið í heiminum í framleiðslu malarvagna og hefur þróað nýjungar sem stöðugt eru að koma fram. Á Íslandi eru í notkun fjöldi Schmitz malarvagna og reynslan af þeim vögnum er mjög góð segir Sigurður. „Nú á næstu vikum eru að koma til landsins fyrstu Schmitz malbiksflutningavagnarnir sem eru sérstaklega einangraðir og með yfirbreiðslu til þess að halda malbikinu eins heitu og mögulegt er þar til það kemur á áfangastað. Vagnarnir eru vel útbúnir á Durabrite álfelgum til þess að létta þá, þriggja öxla á einföldu með lyftingu á tveimur öxlum og yfirbreiðslu með fjarstýringu sem hönnuð er til malbiksflutninga. Þá eru sérstök op á báðum hliðum skúffunnar þar sem auðvelt er að að fylgjast með hita malbiksins.“Schmitz býður uppá mismunandi útfærslur á lokun að aftan, bæði með vör og sléttri lokun.Einn af traustustu viðskiptavinum Hrauntaks er fyrirtækið Hraun og sandur ehf. Fyrirtækið er með í notkun tíu Schmitz malarvagna sem allir hafa verið afhentir nýir til þeirra á undanförnum árum en fyrirtækið er að fá tvo nýja vagna í flotann í næsta mánuði. Ellert Alexandersson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins er afar ánægður með Schmitz vagnana. „Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á uppsetningu vagnana, stærð og gerð þeirra með hámarksnýtinu í huga og að vigtun á vögnunum væri sem best og hagstæðust. Þá eru vagnarnir klæddir að innan með sérstöku OKULEN plastklæðningu sem lengir endingu og minnkar slit á skúffu. Það skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki okkar að að vagnarnir okkar henti vel verkefnum okkar og bílum en þessir vagnar eru í stöðugri notkun allan ársins hring. Reynsla okkar af Schmitz vögnum er því einstaklega góð.“ Nánari upplýsingar má finna á www.hrauntak.is. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Flestir í vinnuvéla- og verktakabransanum þekkja fyrirtækið Hrauntak ehf. sem undanfarin ár hefur annast innflutning á notuðum og nýjum vinnuvélum, dráttarbílum, vörubílum og ýmiss konar tækjum og varahlutum. Eigandi Hrauntaks er Sigurður Kr. Sigurðsson en hann hefur verið viðloðandi sölu á ýmsum tækjum síðastliðin 20 ár. Hann segir þessa tvo áratugi hafa verið eftirminnilega og einkennst af miklum sveiflum. Síðustu árin hafi salan þó verið verið jöfn og stigvaxandi sem er alltaf best. „Sem betur fer er umhverfið á Íslandi að batna í sölu á vinnuvélum, stærri bílum og tækjum en það er þó mismunandi eftir greinum.“Schmitz býður upp á margar úfærslur á malbiksflutningavögnum og pöllum ábyggðum á vörubíla, bæði úr stáli og áli.Á mörgum árum hefur Hrauntak byggt upp viðskiptasambönd við erlend fyrirtæki og seljendur sem byggist á gagnkvæmu trausti sem er mikils virði að sögn Sigurðar. „En það sem skiptir mestu máli og er ánægjulegast er að við erum að annast innkaup og innflutning fyrir stóran hóp tryggra viðskiptavina á Íslandi sem koma aftur og aftur. Það gerir daglegt starf svo skemmtilegt. Viðskiptavinir okkar eru oftar en ekki kraftmiklir, stórskemmtilegir og duglegir framkvæmdamenn sem liggja ekki á skoðunum sínum. Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á vörumerkjum og búnaði þeirra tækja sem þeir vilja kaupa.“Tvö op eru á sitt hvorri hlið malbiksvagnanna þar sem hægt er að mæla og fylgjast með hitanum í malbikinu.Traustir vagnar Hrauntak er umboðsaðili fyrir Schmitz malarvagna en Schmitz er eitt stærsta fyrirtækið í heiminum í framleiðslu malarvagna og hefur þróað nýjungar sem stöðugt eru að koma fram. Á Íslandi eru í notkun fjöldi Schmitz malarvagna og reynslan af þeim vögnum er mjög góð segir Sigurður. „Nú á næstu vikum eru að koma til landsins fyrstu Schmitz malbiksflutningavagnarnir sem eru sérstaklega einangraðir og með yfirbreiðslu til þess að halda malbikinu eins heitu og mögulegt er þar til það kemur á áfangastað. Vagnarnir eru vel útbúnir á Durabrite álfelgum til þess að létta þá, þriggja öxla á einföldu með lyftingu á tveimur öxlum og yfirbreiðslu með fjarstýringu sem hönnuð er til malbiksflutninga. Þá eru sérstök op á báðum hliðum skúffunnar þar sem auðvelt er að að fylgjast með hita malbiksins.“Schmitz býður uppá mismunandi útfærslur á lokun að aftan, bæði með vör og sléttri lokun.Einn af traustustu viðskiptavinum Hrauntaks er fyrirtækið Hraun og sandur ehf. Fyrirtækið er með í notkun tíu Schmitz malarvagna sem allir hafa verið afhentir nýir til þeirra á undanförnum árum en fyrirtækið er að fá tvo nýja vagna í flotann í næsta mánuði. Ellert Alexandersson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins er afar ánægður með Schmitz vagnana. „Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á uppsetningu vagnana, stærð og gerð þeirra með hámarksnýtinu í huga og að vigtun á vögnunum væri sem best og hagstæðust. Þá eru vagnarnir klæddir að innan með sérstöku OKULEN plastklæðningu sem lengir endingu og minnkar slit á skúffu. Það skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki okkar að að vagnarnir okkar henti vel verkefnum okkar og bílum en þessir vagnar eru í stöðugri notkun allan ársins hring. Reynsla okkar af Schmitz vögnum er því einstaklega góð.“ Nánari upplýsingar má finna á www.hrauntak.is.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira