Asíski draumurinn hafinn: „Átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Strákarnir í höfuðstöðvum Dohop á föstudaginn ásamt Jóhanni Þórssyni, markaðsstjóra Dohop. vísir/eyþór Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST Asíski draumurinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST
Asíski draumurinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira