Dauðinn á hjólum Stefán Pálsson skrifar 22. janúar 2017 11:00 Til að bíta höfuðið af skömminni greip Chevrolet til þess ráðs að ráða einkaspæjara til að fylgjast með Ralph Nader í þeirri von að grafa upp einhvern óhroða sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Gekk fyrirtækið svo langt að fá vændiskonur til að reyna að draga hann á tálar til að ná vafasömum ljósmyndum og kúga höfundinn þannig til hlýðni. Árið 2000 vann George W. Bush, frambjóðandi Repúblikana, sigur á varaforsetanum og Demókratanum Al Gore í bandarísku forsetakosningunum. Kosningarnar voru hnífjafnar og úrslit réðust ekki fyrr en eftir langa endurtalningu og kærumál fyrir dómstólum. Demókratar voru ævareiðir. Handvömm í framkvæmd kosninga, óskiljanlegir kjörseðlar, gallaðar talningarvélar og hlutdrægni ríkisstjórans á Flórída, bróður mótframbjóðandans, var allt talið hafa haft áhrif á úrslitin. Reiðastir voru stuðningsmenn Gores þó í garð eins manns: Ralphs Nader. Glæpur Naders var að voga sér að bjóða sig fram í kosningunum fyrir hönd Græningjaflokksins og það sem meira var – að hreppa nærri 2,9 milljónir atkvæða eða um 2,75%. Nader var fordæmdur fyrir að færa Bush yngri sigurinn á silfurfati. Munurinn á Bush og Gore í Flórída var rétt rúmlega 500 atkvæði svo vissulega má færa rök fyrir því að án Naders, sem fremur sótti atkvæði sín til vinstri en hægri, hefðu kosningarnar farið á annan veg. Sjálfur hefur Nader alltaf borið af sér sakir og bent á að Demókratar hafi fyrst og fremst getað sjálfum sér um kennt. Gore hafi mistekist að vinna heimaríki sitt Tennessee og þótt vissulega hafi nokkur hluti flokksbundinna Demókrata kosið Nader hafi þeir verið miklu fleiri sem hlupu í fang erkióvinanna í Repúblikanaflokknum. Skoðanakannanir leiddu einnig í ljós að meirihluti kjósenda Naders sagðist hafa setið heima fremur en að ljá frambjóðendum stóru flokkanna atkvæði sitt, einkum ungt fólk. Illindin í tengslum við úrslitin 2000 beina gjarnan athyglinni frá því hvílíkt afrek það var í raun að hljóta hartnær þrjár milljónir atkvæða hjá fulltrúa smáflokks sem hafði aðeins úr brotabroti kosningasjóða stóru framboðanna að spila. Skýringarinnar var öðru fremur að leita í miklum vinsældum frambjóðandans og persónutöfrum. Mælskusnilldin gerði það að verkum að kjósendur voru til í að líta fram hjá ýmsum sérviskulegum þáttum í fari hans, þar á meðal frekar luralegum klæðaburðinum – en Nader gekk til að mynda alltaf í eins skóm eftir að hafa keypt tólf pör á útsölumarkaði fjörutíu árum fyrr. Annað í háttum hans var í sama stíl. Hann lifði spart, bjó í lítilli íbúð og fór flestra sinna ferða með almenningssamgöngum sem óneitanlega stakk í stúf í bandarískum stjórnmálum þar sem auðkýfingar takast á.Tortryggni í garð kerfisins Ferill Naders er langur og glæstur. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Líbanon og sendu soninn til mennta við bestu háskóla. Hann nam við Princeton og Harvard og útskrifaðist að lokum þrátt fyrir að hafa raunar drepleiðst námið. Eftir heimshornaflakk og blaðamennsku í fáein ár fékk Nader brennandi áhuga á neytendamálum. Ungt menntafólk í Bandaríkjunum var í vaxandi mæli farið að setja spurningamerki við stórfyrirtæki landsins. Að þess mati stjórnuðust fyrirtækin ekki af samfélagslegri ábyrgð heldur hreinni gróðafíkn. Nader sökkti sér í rannsóknir á bílaiðnaðinum, sem var einhver allra mikilvægasta framleiðslugrein Bandaríkjanna á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Gríðarlegur vöxtur í bílaeign var að hluta afleiðing aukins kaupmáttar en áherslan á einkabílinn átti sér einnig flóknari ástæður. Heimsstyrjöldinni var ekki fyrr lokið en Bandaríkjastjórn var farin að búa sig undir mögulega stórstyrjöld við Sovétríkin. Yfirmenn bandaríska herliðsins í Evrópu dáðust mjög að hraðbrautakerfi því sem nasistar höfðu komið upp í Þýskalandi. Hraðbrautirnar höfðu haldist akfærar allt stríðið á meðan auðvelt reyndist að setja járnbrautarsamgöngur úr skorðum með loftárásum. Uppbygging þjóðvegakerfis á kostnað járnbrauta og almenn bílaeign varð þannig hluti af þjóðaröryggisstefnu ekki síður en spurning um lífsstíl. Hinu nýja tæknikerfi fylgdu þó fórnir. Eftir því sem bílunum fjölgaði á götunum og hraðinn jókst urðu alvarleg bílslys algengari. Þúsundir Bandaríkjamanna fórust í umferðinni á ári hverju og sömu sögu var að segja í öðrum löndum. Þetta mikla mannfall vakti þó furðu lítil viðbrögð í fyrstu. Flestir virtust líta svo á að há dánartíðni væri óumflýjanlegur fylgifiskur þeirra þæginda sem bíllinn hefði í för með sér. Meðal bifreiðaframleiðenda var það viðhorf ríkjandi að slysatíðnina mætti einkum skýra með lélegum vegum og slökum ökumönnum. Lausnin væri því að herja á hið opinbera að bæta vegalagningu og efla ökukennslu. Á meðan enginn aðili taldi það sérstaklega í verkahring sínum að sinna umferðaröryggismálum og fækka slysum var ekki von á miklum framförum. Að lokum fór þó svo að bandaríski herinn tók málið upp á sína arma. Tölfræðingar hersins höfðu veitt því athygli í Kóreustríðinu hversu dýrkeypt bílslysin væru hernum. Áætlað var að fleiri hermenn létust í umferðaróhöppum en á vígvellinum. Þegar yfirmönnum Bandaríkjahers var gert ljóst hversu mikið fé tapaðist vegna bílslysa var auðvelt að sannfæra þá um nauðsyn þess að fjármagna rannsóknir. Á næstu árum var því ráðist í ýmsar rannsóknir og þróunarstarf með styrkjum frá hernum, meðal annars á því hvort gera mætti bíla öruggari með einföldum tæknilegum lausnum. Þótt kaldhæðnislegt kunni að virðast urðu rannsóknir á vegum hersins því grunnurinn að frægð friðarsinnans og andófsmannsins Naders.Njósnir og undirferli Lögfræðingurinn ungi pældi í gegnum ókjörin öll af rannsóknum á umferðaröryggi og málsskjölum úr tugum eða hundruðum málaferla gegn bifreiðaframleiðendum vegna slysa. Hann komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að stóru bandarísku bílaverksmiðjurnar hefðu vísvitandi sniðgengið öryggismál til að spara fé og bæru þar með ábyrgð á gríðarlegum fjölda dauðsfalla. Nader skrifaði bókarhandrit upp úr athugun sinni og hóf svo gönguna á milli útgefenda. Undirtektir voru í fyrstu dræmar. Efnið var talið tæknilegt og einn útgefandinn kvaddi höfundinn með þeim orðum að verkið myndi varla höfða til annarra en tryggingasölumanna. Að lokum beit þó eitt forlagið á agnið og bókin Unsafe at Any Speed kom út árið 1965. Ritið varð óvænt metsölubók og skaut höfundinum upp á stjörnuhimininn. Reiðibylgja reis meðal almennings, sem var stórkostlega misboðið framferði bílaframleiðenda. Versta útreið fékk þó bíllinn Chevrolet Corvair. Hann var raunar aðeins ein margra bifreiðategunda sem gagnrýndar voru í bókinni, en varð þó alræmdastur – ef til vill vegna þess að um hann var fjallað í fyrsta kafla. Dæmin sem Nader tók um hörmuleg slys í Corvair-bílum voru að sönnu sláandi, þótt þau væru fæst glæný og framleiðandinn hefði raunar bætt úr ýmsum verstu göllunum. Það breytti þó engu um það að orðspor vörumerkisins var í rúst og árið eftir hætti verksmiðjan framleiðslu á tegundinni. Til að bíta höfuðið af skömminni greip Chevrolet til þess ráðs að ráða einkaspæjara til að fylgjast með Ralph Nader í þeirri von að grafa upp einhvern óhroða sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Gekk fyrirtækið svo langt að fá vændiskonur til að reyna að draga hann á tálar til að ná vafasömum ljósmyndum og kúga höfundinn þannig til hlýðni. Þau svikráð snerust rækilega í höndum auðhringsins þegar stjórnendur hans voru neyddir til að viðurkenna ráðabruggið eiðsvarnir frammi fyrir þingnefnd. Í kjölfarið höfðaði Nader einkamál, fékk háar skaðabótagreiðslur frá verksmiðjunum og notaði þær til að stofna samtök og rannsóknarsetur á sviði neytendaverndar. Upplýsingarnar í bókinni neyddu stjórnmálamenn til að grípa til aðgerða. Útkoman varð stórhert löggjöf og reglugerðir sem skylduðu framleiðendur til að breyta hönnun og bæta við bíla sína ýmiss konar búnaði sem áður var valkvæður. Dæmi um það voru öryggisbelti, en árið 1968 urðu þau skyldubúnaður í bandarískum bílum. Þá voru liðin tíu ár frá því að sænski bifreiðaframleiðandinn Volvo hafði byrjað að setja belti í alla sína bíla. Raunar lá sökin ekki alfarið hjá bifreiðaverksmiðjunum heldur líka hjá almenningi sem var afar tregur til að nota bílbelti. Þannig höfðu Ford-verksmiðjurnar freistað þess á sjötta áratugnum að leggja áherslu á öryggismál í auglýsingum á sama tíma og Chevrolet hélt sínu striki og sýndi þrýstnar fyrirsætur liggja á bílhúddum í sínum auglýsingum. Afleiðingin varð sú að neytendur drógu þá ályktun að bílarnir frá Ford hlytu að vera háskalegri úr því að alltaf var verið að auglýsa öryggisbúnað, en Chevrolet seldi sem aldrei fyrr. Átta ár eru liðin frá því að Ralph Nader reyndi síðast að verða forseti, en fyrir fáeinum misserum komst hann aftur í fréttirnar eftir að hafa opnað fyrsta safnið í Bandaríkjunum sem helgað er dómsmálum á sviði neytendaverndar. Og meðal helstu sýningargripa er vitaskuld heillegt eintak af Chevrolet Corvair. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Árið 2000 vann George W. Bush, frambjóðandi Repúblikana, sigur á varaforsetanum og Demókratanum Al Gore í bandarísku forsetakosningunum. Kosningarnar voru hnífjafnar og úrslit réðust ekki fyrr en eftir langa endurtalningu og kærumál fyrir dómstólum. Demókratar voru ævareiðir. Handvömm í framkvæmd kosninga, óskiljanlegir kjörseðlar, gallaðar talningarvélar og hlutdrægni ríkisstjórans á Flórída, bróður mótframbjóðandans, var allt talið hafa haft áhrif á úrslitin. Reiðastir voru stuðningsmenn Gores þó í garð eins manns: Ralphs Nader. Glæpur Naders var að voga sér að bjóða sig fram í kosningunum fyrir hönd Græningjaflokksins og það sem meira var – að hreppa nærri 2,9 milljónir atkvæða eða um 2,75%. Nader var fordæmdur fyrir að færa Bush yngri sigurinn á silfurfati. Munurinn á Bush og Gore í Flórída var rétt rúmlega 500 atkvæði svo vissulega má færa rök fyrir því að án Naders, sem fremur sótti atkvæði sín til vinstri en hægri, hefðu kosningarnar farið á annan veg. Sjálfur hefur Nader alltaf borið af sér sakir og bent á að Demókratar hafi fyrst og fremst getað sjálfum sér um kennt. Gore hafi mistekist að vinna heimaríki sitt Tennessee og þótt vissulega hafi nokkur hluti flokksbundinna Demókrata kosið Nader hafi þeir verið miklu fleiri sem hlupu í fang erkióvinanna í Repúblikanaflokknum. Skoðanakannanir leiddu einnig í ljós að meirihluti kjósenda Naders sagðist hafa setið heima fremur en að ljá frambjóðendum stóru flokkanna atkvæði sitt, einkum ungt fólk. Illindin í tengslum við úrslitin 2000 beina gjarnan athyglinni frá því hvílíkt afrek það var í raun að hljóta hartnær þrjár milljónir atkvæða hjá fulltrúa smáflokks sem hafði aðeins úr brotabroti kosningasjóða stóru framboðanna að spila. Skýringarinnar var öðru fremur að leita í miklum vinsældum frambjóðandans og persónutöfrum. Mælskusnilldin gerði það að verkum að kjósendur voru til í að líta fram hjá ýmsum sérviskulegum þáttum í fari hans, þar á meðal frekar luralegum klæðaburðinum – en Nader gekk til að mynda alltaf í eins skóm eftir að hafa keypt tólf pör á útsölumarkaði fjörutíu árum fyrr. Annað í háttum hans var í sama stíl. Hann lifði spart, bjó í lítilli íbúð og fór flestra sinna ferða með almenningssamgöngum sem óneitanlega stakk í stúf í bandarískum stjórnmálum þar sem auðkýfingar takast á.Tortryggni í garð kerfisins Ferill Naders er langur og glæstur. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Líbanon og sendu soninn til mennta við bestu háskóla. Hann nam við Princeton og Harvard og útskrifaðist að lokum þrátt fyrir að hafa raunar drepleiðst námið. Eftir heimshornaflakk og blaðamennsku í fáein ár fékk Nader brennandi áhuga á neytendamálum. Ungt menntafólk í Bandaríkjunum var í vaxandi mæli farið að setja spurningamerki við stórfyrirtæki landsins. Að þess mati stjórnuðust fyrirtækin ekki af samfélagslegri ábyrgð heldur hreinni gróðafíkn. Nader sökkti sér í rannsóknir á bílaiðnaðinum, sem var einhver allra mikilvægasta framleiðslugrein Bandaríkjanna á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Gríðarlegur vöxtur í bílaeign var að hluta afleiðing aukins kaupmáttar en áherslan á einkabílinn átti sér einnig flóknari ástæður. Heimsstyrjöldinni var ekki fyrr lokið en Bandaríkjastjórn var farin að búa sig undir mögulega stórstyrjöld við Sovétríkin. Yfirmenn bandaríska herliðsins í Evrópu dáðust mjög að hraðbrautakerfi því sem nasistar höfðu komið upp í Þýskalandi. Hraðbrautirnar höfðu haldist akfærar allt stríðið á meðan auðvelt reyndist að setja járnbrautarsamgöngur úr skorðum með loftárásum. Uppbygging þjóðvegakerfis á kostnað járnbrauta og almenn bílaeign varð þannig hluti af þjóðaröryggisstefnu ekki síður en spurning um lífsstíl. Hinu nýja tæknikerfi fylgdu þó fórnir. Eftir því sem bílunum fjölgaði á götunum og hraðinn jókst urðu alvarleg bílslys algengari. Þúsundir Bandaríkjamanna fórust í umferðinni á ári hverju og sömu sögu var að segja í öðrum löndum. Þetta mikla mannfall vakti þó furðu lítil viðbrögð í fyrstu. Flestir virtust líta svo á að há dánartíðni væri óumflýjanlegur fylgifiskur þeirra þæginda sem bíllinn hefði í för með sér. Meðal bifreiðaframleiðenda var það viðhorf ríkjandi að slysatíðnina mætti einkum skýra með lélegum vegum og slökum ökumönnum. Lausnin væri því að herja á hið opinbera að bæta vegalagningu og efla ökukennslu. Á meðan enginn aðili taldi það sérstaklega í verkahring sínum að sinna umferðaröryggismálum og fækka slysum var ekki von á miklum framförum. Að lokum fór þó svo að bandaríski herinn tók málið upp á sína arma. Tölfræðingar hersins höfðu veitt því athygli í Kóreustríðinu hversu dýrkeypt bílslysin væru hernum. Áætlað var að fleiri hermenn létust í umferðaróhöppum en á vígvellinum. Þegar yfirmönnum Bandaríkjahers var gert ljóst hversu mikið fé tapaðist vegna bílslysa var auðvelt að sannfæra þá um nauðsyn þess að fjármagna rannsóknir. Á næstu árum var því ráðist í ýmsar rannsóknir og þróunarstarf með styrkjum frá hernum, meðal annars á því hvort gera mætti bíla öruggari með einföldum tæknilegum lausnum. Þótt kaldhæðnislegt kunni að virðast urðu rannsóknir á vegum hersins því grunnurinn að frægð friðarsinnans og andófsmannsins Naders.Njósnir og undirferli Lögfræðingurinn ungi pældi í gegnum ókjörin öll af rannsóknum á umferðaröryggi og málsskjölum úr tugum eða hundruðum málaferla gegn bifreiðaframleiðendum vegna slysa. Hann komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að stóru bandarísku bílaverksmiðjurnar hefðu vísvitandi sniðgengið öryggismál til að spara fé og bæru þar með ábyrgð á gríðarlegum fjölda dauðsfalla. Nader skrifaði bókarhandrit upp úr athugun sinni og hóf svo gönguna á milli útgefenda. Undirtektir voru í fyrstu dræmar. Efnið var talið tæknilegt og einn útgefandinn kvaddi höfundinn með þeim orðum að verkið myndi varla höfða til annarra en tryggingasölumanna. Að lokum beit þó eitt forlagið á agnið og bókin Unsafe at Any Speed kom út árið 1965. Ritið varð óvænt metsölubók og skaut höfundinum upp á stjörnuhimininn. Reiðibylgja reis meðal almennings, sem var stórkostlega misboðið framferði bílaframleiðenda. Versta útreið fékk þó bíllinn Chevrolet Corvair. Hann var raunar aðeins ein margra bifreiðategunda sem gagnrýndar voru í bókinni, en varð þó alræmdastur – ef til vill vegna þess að um hann var fjallað í fyrsta kafla. Dæmin sem Nader tók um hörmuleg slys í Corvair-bílum voru að sönnu sláandi, þótt þau væru fæst glæný og framleiðandinn hefði raunar bætt úr ýmsum verstu göllunum. Það breytti þó engu um það að orðspor vörumerkisins var í rúst og árið eftir hætti verksmiðjan framleiðslu á tegundinni. Til að bíta höfuðið af skömminni greip Chevrolet til þess ráðs að ráða einkaspæjara til að fylgjast með Ralph Nader í þeirri von að grafa upp einhvern óhroða sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Gekk fyrirtækið svo langt að fá vændiskonur til að reyna að draga hann á tálar til að ná vafasömum ljósmyndum og kúga höfundinn þannig til hlýðni. Þau svikráð snerust rækilega í höndum auðhringsins þegar stjórnendur hans voru neyddir til að viðurkenna ráðabruggið eiðsvarnir frammi fyrir þingnefnd. Í kjölfarið höfðaði Nader einkamál, fékk háar skaðabótagreiðslur frá verksmiðjunum og notaði þær til að stofna samtök og rannsóknarsetur á sviði neytendaverndar. Upplýsingarnar í bókinni neyddu stjórnmálamenn til að grípa til aðgerða. Útkoman varð stórhert löggjöf og reglugerðir sem skylduðu framleiðendur til að breyta hönnun og bæta við bíla sína ýmiss konar búnaði sem áður var valkvæður. Dæmi um það voru öryggisbelti, en árið 1968 urðu þau skyldubúnaður í bandarískum bílum. Þá voru liðin tíu ár frá því að sænski bifreiðaframleiðandinn Volvo hafði byrjað að setja belti í alla sína bíla. Raunar lá sökin ekki alfarið hjá bifreiðaverksmiðjunum heldur líka hjá almenningi sem var afar tregur til að nota bílbelti. Þannig höfðu Ford-verksmiðjurnar freistað þess á sjötta áratugnum að leggja áherslu á öryggismál í auglýsingum á sama tíma og Chevrolet hélt sínu striki og sýndi þrýstnar fyrirsætur liggja á bílhúddum í sínum auglýsingum. Afleiðingin varð sú að neytendur drógu þá ályktun að bílarnir frá Ford hlytu að vera háskalegri úr því að alltaf var verið að auglýsa öryggisbúnað, en Chevrolet seldi sem aldrei fyrr. Átta ár eru liðin frá því að Ralph Nader reyndi síðast að verða forseti, en fyrir fáeinum misserum komst hann aftur í fréttirnar eftir að hafa opnað fyrsta safnið í Bandaríkjunum sem helgað er dómsmálum á sviði neytendaverndar. Og meðal helstu sýningargripa er vitaskuld heillegt eintak af Chevrolet Corvair.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira