Innlent

Gera ráð fyrir leit á TF-LÍF á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17.45 eftir tvær leitir.
Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17.45 eftir tvær leitir. Vísir/Vilhelm
Gert er ráð fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði notuð til leitar að Birnu Brjánsdóttur á morgun. Þyrlunni var tvisvar sinnu flogið til leita í dag í nágrenni Hafnarfjarðar og Kleifarvatns og á Strandarheiði.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni fór þyrlan fyrst í loftið um klukkan eitt í dag til leitar í nágrenni Hafnarfjarðar. Henni var svo lent aftur klukkan hálf fjögur. Hálftíma síðar var aftur tekið á loft og leitað á Strandarheiði og í nágrenni hennar.

Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17.45. Gert er ráð fyrir að þyrlan haldi aftur til leitar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×