Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:27 Frá aðgerðum lögreglu í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld þegar togarinn kom aftur til hafnar. vísir/anton brink Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11