Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. janúar 2017 13:45 Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46
Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11
Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31