Styrkir tengingu mannanna við Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 13:53 Grímur Grímsson. vísir/anton brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. Lögreglan hefur fengið staðfest að lífsýni sem fannst í rauðu Kia Rio-bifreiðinni sem haldlögð var á þriðjudag sé úr Birnu. Lögreglan telur það staðfesta að hún hafi verið í bílnum en annar mannanna sem situr í haldi var sá sem tók bílinn á leigu. Mennirnir voru í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna varðhald og kærði úrskurðinn því til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Grímur telur að gögnin varðandi lífsýnið verði vafalaust lögð fram fyrir Hæstarétti enda má ætla að þau styrki mál lögreglunnar.Ýmis konar fatnaður sem fannst í gær verið tekinn til rannsóknar Aðspurður um hvaða áhrif þetta hefur á rannsóknina segir Grímur: „Þarna erum við bara komin á þann stað að vita það að hún var í bílnum og þá er tengingin við þessa menn vissari. Þá er það þannig að þeir sem voru með bílinn og bíllinn er með lífsýninu þá eru yfirgnæfandi líkur að það hafi verið tenging á milli þessa fólks.“ Grímur vill hvorki svara því hvort að mennirnir hafi veitt lögreglu upplýsingar í yfirheyrslum sem gagnist við rannsóknina né hvort að framburður þeirra beri þess vitni að þeir hafi samræmt frásagnir sínar. Hann bendir þó á að það sé alltaf svo í yfirheyrslum komi einhverjar upplýsingar fram. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina af Birnu en leitað er á stóru svæði á suðvesturhorni landsins, meðal annars á öllum Reykjanesskaganum og Hellisheiði. Grímur segir að ýmislegt hafi fundist við leitina sem lögreglan hefur tekið til rannsóknar. „Það var mjög mikið af munum sem menn vildu skoða með tilliti til þess hvort það geti verið að það tengist málinu, þar á meðal ýmis konar fatnaður. Það fundust mjög margir hlutir, þetta var mjög nákvæm leit og gekk að því leytinu til mjög vel,“ segir Grímur. Björgunarsveitarmenn leita áfram að Birnu í dag og vísbendingum um það hvar hana geti verið að finna.Uppfært klukkan 15:24: Grímur staðfestir í samtali við RÚV að lífsýnið úr Birnu sé blóð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. Lögreglan hefur fengið staðfest að lífsýni sem fannst í rauðu Kia Rio-bifreiðinni sem haldlögð var á þriðjudag sé úr Birnu. Lögreglan telur það staðfesta að hún hafi verið í bílnum en annar mannanna sem situr í haldi var sá sem tók bílinn á leigu. Mennirnir voru í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna varðhald og kærði úrskurðinn því til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Grímur telur að gögnin varðandi lífsýnið verði vafalaust lögð fram fyrir Hæstarétti enda má ætla að þau styrki mál lögreglunnar.Ýmis konar fatnaður sem fannst í gær verið tekinn til rannsóknar Aðspurður um hvaða áhrif þetta hefur á rannsóknina segir Grímur: „Þarna erum við bara komin á þann stað að vita það að hún var í bílnum og þá er tengingin við þessa menn vissari. Þá er það þannig að þeir sem voru með bílinn og bíllinn er með lífsýninu þá eru yfirgnæfandi líkur að það hafi verið tenging á milli þessa fólks.“ Grímur vill hvorki svara því hvort að mennirnir hafi veitt lögreglu upplýsingar í yfirheyrslum sem gagnist við rannsóknina né hvort að framburður þeirra beri þess vitni að þeir hafi samræmt frásagnir sínar. Hann bendir þó á að það sé alltaf svo í yfirheyrslum komi einhverjar upplýsingar fram. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina af Birnu en leitað er á stóru svæði á suðvesturhorni landsins, meðal annars á öllum Reykjanesskaganum og Hellisheiði. Grímur segir að ýmislegt hafi fundist við leitina sem lögreglan hefur tekið til rannsóknar. „Það var mjög mikið af munum sem menn vildu skoða með tilliti til þess hvort það geti verið að það tengist málinu, þar á meðal ýmis konar fatnaður. Það fundust mjög margir hlutir, þetta var mjög nákvæm leit og gekk að því leytinu til mjög vel,“ segir Grímur. Björgunarsveitarmenn leita áfram að Birnu í dag og vísbendingum um það hvar hana geti verið að finna.Uppfært klukkan 15:24: Grímur staðfestir í samtali við RÚV að lífsýnið úr Birnu sé blóð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57