Innlent

Endurskipuleggja leitina að Birnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá leitinni að Birnu í gær.
Frá leitinni að Birnu í gær. vísir
Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvert verður farið að leita. Það ætti að liggja fyrir á næstu klukkustund.

Þorsteinn segir að það hafi komið fram vísbendingar sem þyki hugsanlega að áherslur breytist í leitinni. Um 500 björgunarsveitarmenn hafa leitað að Birnu í gær og í dag á stóru svæði á suðvesturhorninu en hennar hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan hafi fengið það staðfest með rannsóknum að lífsýni úr Birnu var að finna í rauðri Kia Rio-bifreið sem lögreglan haldlagði í vikunni. Þar með telur lögreglan að komin sé staðfesting á því að Birna hafi verið í bílnum en annar mannanna sem sitja í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um aðild að hvarfi hennar var með bílinn á leigu þegar hún hvarf.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að þetta styrki enn frekar tengingu mannanna við Birnu.

„Þarna erum við bara komin á þann stað að vita það að hún var í bílnum og þá er tengingin við þessa menn vissari. Þá er það þannig að þeir sem voru með bílinn og bíllinn er með lífsýninu þá eru yfirgnæfandi líkur að það hafi verið tenging á milli þessa fólks.“


Tengdar fréttir

Lífsýni úr bílnum er úr Birnu

Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur

Styrkir tengingu mannanna við Birnu

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×