Innlent

Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq fjallar um athöfnina í Nuuk og samhug Grænlendinga með Íslendingum.
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq fjallar um athöfnina í Nuuk og samhug Grænlendinga með Íslendingum. Vísir/Skjáskot
Fjöldi Grænlendinga hyggst koma saman klukkan sjö í kvöld á grænlenskum tíma fyrir utan íslenska sendiráðið í Nuuk til þess að kveikja á kertum fyrir Birnu Brjánsdóttur.

Talið er að lík Birnu hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita en greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. Grænlendingar taka málið mjög nærri sér, en lögreglan hefur tvo grænlenska skipverja í haldi sem taldir eru tengjast málinu.

Samkvæmt grænlenskum miðlum var athöfnin hugmynd Aviâja E. Lynge sem setti hana fram á Facebook síðu sinni en að sögn hennar hefur málið haft djúpstæð áhrif á Grænlendinga.

Færslu Aviâja var deilt af mörgum Grænlendingum en hún vildi með hugmyndinni sýna samhug Grænlendinga með Íslendingum í verki. „Við tengjumst Íslendingum nánum böndum og mér þykir mikilvægt að sýna samúð okkar með þessum hætti.“

Hugmyndin hefur breiðst út til annarra bæja í Grænlandi þar sem einnig verður kveikt á kertum á sama tíma til minningar um Birnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×