HM gefur okkur von um bjartari tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:00 Ungstirnið Ludovic Fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. Hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. vísir/getty Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti