Íslenska fótboltalandsliðið þarf fleiri atkvæði til að vinna Laureus og þú getur hjálpað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 10:00 Ísland komst í sviðsljós heimsins á EM í Frakklandi síðasta sumar. Vísir/Samsett/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira