Orð og afleiðingar Stjórnarmaðurinn skrifar 23. janúar 2017 09:39 Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira