Einstaklingarnir hans Bjarna Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar