Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Grjótið úr hafnargarðinum bíður enn úti á Granda. vísir/gva „Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira