Tíu ár frá fyrstu tónleikum: Stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2017 10:45 Vinirnir Halli og Gói halda leikhústónleika á Hard Rock Café í kvöld. Vísir/Eyþór „Það verður mikið stuð, við Gói ætlum að flytja lög úr leikritum og söngleikjum ásamt því að bulla almennt á milli laga, tónleikarnir verða haldnir í Hard Rock Café í glænýjum sal,“ segir leikarinn Hallgrímur Ólafsson, en hann og Guðjón Davíð Karlsson halda leikhústónleika í kvöld. Vinirnir eru að taka upp þráðinn á nýjan leik en þeir fluttu svipað prógramm þegar þeir störfuðu saman hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir um tíu árum. „Þetta byrjaði fyrir tíu árum þegar við vorum báðir að leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Eitt af mörgum verkefnum okkar þar var að leiklesa leikritið Ævintýri á gönguför, sem er danskt leikrit sem fyrst var sýnt hér 1882. Þetta er ansi skemmtilegt leikrit og þar er lag sem heitir Ég vil fá mér kærustu. Við félagarnir fórum að ræða hvað væri mikið af skemmtilegum lögum sem væru vinsæl, eins og þetta lag sem hljómsveitin Hjálmar var þá nýbúin að gefa út, en fáir vissu að væri úr leikriti,“ útskýrir Halli. Ævintýrið hófst á Græna hattinum á Akureyri og fjöldi fólks mætti til að skemmta sér með strákunum en gleðin var við völd öll kvöld sem þeir komu saman.Halli og Gói skemmta Skagamönnum á Akranesi í nóvember á síðasta ári. Mynd/Halli„Við smöluðum saman í hljómsveit og héldum tónleika á Græna hattinum. Við höfðum svo gaman af þessu að við gerðum þetta nokkrum sinnum og alltaf fylltist kofinn. Við fórum svo báðir að vinna hér í Reykjavík og þá liðu alltaf nokkrir mánuðir á milli gigga. Nú í nóvember ákváðum við að dusta rykið af þessu og spiluðum fyrir troðfullu húsi á Akranesi,“ segir Halli og bætir við að núna ætli þeir að blása lífi í þetta prógramm í Reykjavík. Í kvöld koma strákarnir fram ásamt stórri hljómsveit, en hljómsveitina skipa Þorgils Björgvinsson á gítar, Sigurþór Þorgilsson á bassa, Birgir Þórisson á píanó og Jón Borgar Loftsson á trommur. „Það er óhætt að segja að við erum rosa spenntir. Með okkur er frábært band og hver veit nema Magnús Magnús Magnússon komi og taki víkingaklappið svona til að kóróna kvöldið,“ segir Halli léttur, en þess má geta að í síðasta áramótaskaupi lék hann eftirminnilegan stuðningsmann íslenska landsliðsins í fótbolta sem bar nafnið Magnús Magnús Magnússon og sló rækilega í gegn. En hvernig verður prógrammið í kvöld? „Það verður virkilega skemmtilegt og þétt prógramm sem samanstendur af lögum sem við höfum sungið í leikritum og söngleikjum og lögum sem okkur hefur alltaf langað að syngja. Svo segjum við sögur og sprellum á milli laga. Aðalatriðið er að hafa gaman,“ segir Halli. Spurður út í hvernig æfingaferlið hefur gengið samhliða æfingum á Fjarskalandi, nýju barnaleikriti eftir Góa, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi segir Halli að það hafi gengið vel. „Það gekk bara vel, þetta prógramm var náttúrulega til í grunninn svo við þurftum bara að dusta rykið af því og fínpússa. En svo vitum við náttúrulega ekkert hvað gerist, stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, skemmtilegur fjandi samt sem áður,“ segir Halli hress. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Það verður mikið stuð, við Gói ætlum að flytja lög úr leikritum og söngleikjum ásamt því að bulla almennt á milli laga, tónleikarnir verða haldnir í Hard Rock Café í glænýjum sal,“ segir leikarinn Hallgrímur Ólafsson, en hann og Guðjón Davíð Karlsson halda leikhústónleika í kvöld. Vinirnir eru að taka upp þráðinn á nýjan leik en þeir fluttu svipað prógramm þegar þeir störfuðu saman hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir um tíu árum. „Þetta byrjaði fyrir tíu árum þegar við vorum báðir að leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Eitt af mörgum verkefnum okkar þar var að leiklesa leikritið Ævintýri á gönguför, sem er danskt leikrit sem fyrst var sýnt hér 1882. Þetta er ansi skemmtilegt leikrit og þar er lag sem heitir Ég vil fá mér kærustu. Við félagarnir fórum að ræða hvað væri mikið af skemmtilegum lögum sem væru vinsæl, eins og þetta lag sem hljómsveitin Hjálmar var þá nýbúin að gefa út, en fáir vissu að væri úr leikriti,“ útskýrir Halli. Ævintýrið hófst á Græna hattinum á Akureyri og fjöldi fólks mætti til að skemmta sér með strákunum en gleðin var við völd öll kvöld sem þeir komu saman.Halli og Gói skemmta Skagamönnum á Akranesi í nóvember á síðasta ári. Mynd/Halli„Við smöluðum saman í hljómsveit og héldum tónleika á Græna hattinum. Við höfðum svo gaman af þessu að við gerðum þetta nokkrum sinnum og alltaf fylltist kofinn. Við fórum svo báðir að vinna hér í Reykjavík og þá liðu alltaf nokkrir mánuðir á milli gigga. Nú í nóvember ákváðum við að dusta rykið af þessu og spiluðum fyrir troðfullu húsi á Akranesi,“ segir Halli og bætir við að núna ætli þeir að blása lífi í þetta prógramm í Reykjavík. Í kvöld koma strákarnir fram ásamt stórri hljómsveit, en hljómsveitina skipa Þorgils Björgvinsson á gítar, Sigurþór Þorgilsson á bassa, Birgir Þórisson á píanó og Jón Borgar Loftsson á trommur. „Það er óhætt að segja að við erum rosa spenntir. Með okkur er frábært band og hver veit nema Magnús Magnús Magnússon komi og taki víkingaklappið svona til að kóróna kvöldið,“ segir Halli léttur, en þess má geta að í síðasta áramótaskaupi lék hann eftirminnilegan stuðningsmann íslenska landsliðsins í fótbolta sem bar nafnið Magnús Magnús Magnússon og sló rækilega í gegn. En hvernig verður prógrammið í kvöld? „Það verður virkilega skemmtilegt og þétt prógramm sem samanstendur af lögum sem við höfum sungið í leikritum og söngleikjum og lögum sem okkur hefur alltaf langað að syngja. Svo segjum við sögur og sprellum á milli laga. Aðalatriðið er að hafa gaman,“ segir Halli. Spurður út í hvernig æfingaferlið hefur gengið samhliða æfingum á Fjarskalandi, nýju barnaleikriti eftir Góa, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi segir Halli að það hafi gengið vel. „Það gekk bara vel, þetta prógramm var náttúrulega til í grunninn svo við þurftum bara að dusta rykið af því og fínpússa. En svo vitum við náttúrulega ekkert hvað gerist, stundum tekur spuninn og bullið í okkur völdin og þá er fjandinn laus, skemmtilegur fjandi samt sem áður,“ segir Halli hress.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira