Skýrsla Kidda Gun: Einn fyrir sig og allir fyrir sitt sjálf Kristinn Geir Friðriksson skrifar 27. janúar 2017 14:30 Sigtryggur Arnar Björnsson. Vísir/Ernir Leikur ÍR og Skallagríms var ekki bara mikilvægur fyrir bæði liðin heldur var hann góður vísir að því hvar liðin eru stödd, svona rétt fyrir síðustu umferðina fyrir Bikarfríið sem framundan er. Skallagrímsmenn þurftu ekki bara að vinna leikinn, þeir þurftu að vinna hann með helst sjö stigum til þess að eiga innbyrðisviðureignina gegn þeim – ÍR vann í Borgarnesi 78-84. Þetta var líklega í plönum liðsins fyrir leikinn en það sást ekki nema á fyrstu mínútum hans því það voru heimamenn sem byrjuðu betur og spiluðu betur nánast allan leikinn. ÍR náði því í þessi mikilvægu stig sem voru í boði, ásamt því veganesti sem innbyrðisviðureignin gæti orðið. Það lítur hinsvegar út fyrir að það nesti þurfi ekki að taka með í skógarferðina þar sem ekki stóð steinn yfir steini í leik Borgnesinga og ekkert útlit fyrir að liðið ráði við seinni hluta tímabilsins; liðið hefur núna tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum og þremur í röð.Orkan hélst aðeins öðrum megin Það fór ekkert á milli mála á upphafsmínútunum að leikmenn beggja liða gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins. Orkan var áþreifanleg í húsinu; varnarleikur beggja liða mjög grimmur og áhorfendur í blússandi stemningu (aðallega heimamenn). Þessa stemningu notuðu heimamenn sér til framfærslu á báðum endum vallarins. Þó liðin hafi skipst á forystunni oft þá voru heimamenn alltaf ferskari og líklegri til stórræða, þó svo að sóknarleikur liðsins hafi ekki náð að skjalla nokkurn í fyrsta hluta er á horfði. Strax í öðrum hluta fór að draga á milli; ÍR-ingar, sem virtust nærast á frábærri stemningu sinna áhorfenda, náðu góðum tökum á leiknum með frábærri vörn. Sóknarleikur liðsins náði að fylgja þessu vel eftir og þegar það gerðist áttu gestirnir engin svör. Sóknarleikur Skallanna var hreint út sagt skelfilegur í hálfleiknum (og reyndar í öllum leiknum) en mottóið í þessum fyrri hálfleik virtist hafa verið „Einn fyrir sig og allir fyrir sitt sjálf“. Þetta kristallaðist í tölfræðinni því Skallarnir höluðu inn heilum fimm stoðsendingum í hálfleiknum á meðan ÍR-ingar náðu þrettán. Munurinn í annarri tölfræði var hinsvegar ekki svo mikill; fráköstin voru svipuð, skotnýtingin í tveggja stiga svipuð og tapaðir boltar svipað margir. ÍR hitti betur í þriggja stiga skotum og tóku mun fleiri. Þarna lá munurinn á liðunum; sóknarflæði gestanna var skelfilegt og flestar sóknir byggðar á einstaklingsframtaki og tilviljunum á meðan ÍR-ingar fundu betri skot með því að láta boltann vinna fyrir sig.Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/ErnirÍR-ingar náðu að beina sinni orku í jákvæðan farveg með góðu samspili, áræðni og góðu skotvali. Skallagrímsmenn náðu aldrei að láta boltann vinna fyrir liðið eða ná upp sínum hraða leik, þrátt fyrir að spila ágæta vörn á köflum. ÍR náði að hafa mun betri stjórn á sínum aðgerðum á meðan Skallagrímsmenn lögðu mismunandi kapla hver í sínu horni.Vonarglætan: Sigtryggur & Flenard Það hefur gengið vel hjá Skallagrími í vetur þegar tvíeykið Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Whitfield hafa báðir spilað vel. Um miðjan þriðja hluta misstu heimamenn einbeitinguna og gerðu sig seka um verulega klaufalegar útfærslur í bæði sókn og vörn. Við þetta vöknuðu vonir gestanna og með Sigtrygg og Flenard fremsta í flokki (þá sérstaklega Flenard sem snögghitnaði og skoraði ellefu stig í hlutanum) náðu þeir að koma sér aftur inní leikinn og minnkuðu muninn í þrjú stig. Þrátt fyrir þennan ágæta kipp náði liðið ekki þeim tökum á leiknum sem þurfti því heimamenn spýttu í lófana áður en þriðji hluti kláraðist og staðan fyrir lokahluta 63-55. Tvíeyki Borgnesinga skoraði þó 18 af 22 stigum liðsins í hlutanum og héldu margir að hinn óbærilegi léttleiki Skallagrímsliðsins væri aftur kominn í tilveru þeirra.Hvað ertu að hugsa maður? Eftir góðan kafla ÍR á fyrstu mínútum lokafjórðungs misstu leikmenn liðsins aftur dampinn og aftur náðu gestirnir að klóra í bakkann. Núna náðu þeir að komast einu stigi frá ÍR og allt stefndi í æsispennandi lokamínútur. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks náðu Skallagrímsmenn boltanum og biðu eftir að innkast yrði framkvæmt svo þeir gætu hafið sókn og þeir þremur stigum undir. Þarna fannst Flenard Whitfield gáfulegast að atast í dómara leiksins vegna einhvers sem gerðist áður með þeim afleiðingum að hann fékk dæmda á sig tæknivillu, hans fjórða villa. ÍR fékk víti og boltann aftur og úr þeirri sókn smellti gamli Borgnesingurinn, Trausti Eiríksson, þrist í smettið á grunlausum gestunum með áletruninni, „Takk fyrir túkall“ og munurinn sex stig! Í næstu sókn gestanna fær Flenard svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu á meðan samherji hans keyrði endalínuna í margra metra fjarlægð frá Flenard! Þrátt fyrir að vera svo aðeins undir sex stigum þegar nægur tími var eftir (tvær mínútur) þá upphófust lélegustu sóknaraðgerðir sem sést hafa norðan Alpafjalla síðan Rússar háðu Vetrarstríð við Finna árið 1939! Þetta einkenndist m.a. af of miklu og langdregnu knattraki, töpuðum boltum, lélegum skotum og illa ígrunduðum árásum á körfuna. Heimamenn áttu í litlum vandræðum með framhaldið og unnu mjög sanngjarnan sigur.Danero Thomas.Vísir/ErnirÍR: Oft losaralegur bragur á liðinu Breiðhyltingar eru vel að þessum sigri komnir og hafa nú sett Skallagrím kyrfilega fyrir neðan sig ef upp kemur sú staða að liðin enda jöfn að stigum eftir deildarkeppnina. Danero Thomas, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir langa dvöl á Akureyri, mun líklega styrkja þetta lið töluvert þó hann hafi kannski ekki átt frábæran sóknarleik í gær. Varnarleikur liðsins var prýðilegur og þó sóknin hafi ekki runnið mjúklega nema á stuttum köflum í leiknum gerði liðið yfirdrifið nóg til þess að vinna og það var það eina sem máli skipti. Það er oft losaralegur bragur á liðinu og á því var engin breyting; leikmenn misstu of oft einbeitinguna eftir að hafa náð góðri forystu en það virðist alltaf vera sama mígrenið sem liðsmenn ÍR eru að kljást við – ná ekki að viðhalda góðu köflunum. Sóknarlega var liðsheildin flott á löngum köflum og margir komu að kökunni; fimm leikmenn með tíu stig eða meira og margir sem stigu upp á mikilvægum augnablikum með einstaklingsframtak. Bekkurinn skilaði frábæru framlagi, ekki bara 33 stigum heldur frábærum varnarleik, en þar voru Danero, Trausti Eiríksson og Hákon Örn Hjálmarsson fremstir í flokki. Matthías Orri Sigurðarson, Sveinbjörn Claessen og Hjalti Friðriksson áttu allir mjög góðan leik og slík augnablik. Quincy Cole meiddist og spilaði lítið og gerir því afrek liðsins enn stærra. Maður leiksins var svo Trausti Eiríksson, sem átti næstum fullkomnar tuttugu mínútur og sá sem sáði sigurfræinu með risastórum þrist undir lok leiks. Áhorfendur áttu sinn þátt í sigrinum en stemningin var frábær og gaf leikmönnum það hugrekki sem þurfti til að klára leikinn sómasamlega. Liðið er á uppleið og þarf bara að einbeita sér að eigin einbeitingu í leikjum.Flenard WhitfieldVísir/ErnirSkallagrímur: Um hvað erum við að tala hérna Byrjun Skallanna á árinu hefur ekki tekið af öll tvímæli um að liðið nái að halda sér í deild þeirra efstu. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í þessari deild og ljóst að þær grímur eru að renna um andlit Skallagrímsmanna í þessum skrifuðu orðum. Leikurinn í gær var skurnin af þeirri hnetu sem liðið hefur sýnt undanfarnar vikur; sóknarleikur liðsins náði nýjum lægðum og hefur það ekki skorað minna síðan í fyrsta leik tímabilsins. Ágætur varnarleikur á löngum köflum náði ekki einu sinni að bæta sóknargetuleysið upp því menn virtust aldrei vera á sömu blaðsíðunni á þeim enda vallarins. Það merkilega við þennan leik liðsins er að það vann seinni hálfleikinn með þremur stigum! Það tók fimm fleiri fráköst en andstæðingurinn! Það hitti betur úr skotunum sínum! Hitti betur úr vítum! Skoraði fleiri stig eftir tapaða bolta! Um hvað erum við að tala hérna? Lykilmennirnir, Sigtryggur og Flenard, skoruðu saman 44 stig, tóku 15 fráköst og gáfu 10 stoðsendingar (ásamt 10 töpuðum boltum). En á sama tíma þeir sem komu í veg fyrir að liðið gæti unnið leikinn. Lokamínútur þeirra voru skelfilegar; langflestar ákvarðanir þeirra voru í besta falli vafasamar og í versta falli eyðileggjandi afl innan liðsins. Þeir þurfa að axla ábyrgð á sínu liði þegar svona gengur og ekki hlaupa í skjólið sem þessar ágætu tölur eru. Leikstjórnin klikkaði hjá Sigtryggi og Flenard missti eigin höfuð í gólfið. Liðið er komið með bakið upp við vegg! Njarðvík er næsti andstæðingur og ef Skallagrímur ætlar sér að heyja raunhæfa baráttu um úrslitakeppnissæti verður liðið ekki aðeins að vinna Njarðvík, það verður að vinna þá helst með 15 stigum! Það gerist ekki ef menn ætla að skipta út liðsbolta fyrir andhverfu þess.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun: Í ljósum logum inní miðju herberginu við hlið bleika fílsins Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 20. janúar 2017 11:00 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Leikur ÍR og Skallagríms var ekki bara mikilvægur fyrir bæði liðin heldur var hann góður vísir að því hvar liðin eru stödd, svona rétt fyrir síðustu umferðina fyrir Bikarfríið sem framundan er. Skallagrímsmenn þurftu ekki bara að vinna leikinn, þeir þurftu að vinna hann með helst sjö stigum til þess að eiga innbyrðisviðureignina gegn þeim – ÍR vann í Borgarnesi 78-84. Þetta var líklega í plönum liðsins fyrir leikinn en það sást ekki nema á fyrstu mínútum hans því það voru heimamenn sem byrjuðu betur og spiluðu betur nánast allan leikinn. ÍR náði því í þessi mikilvægu stig sem voru í boði, ásamt því veganesti sem innbyrðisviðureignin gæti orðið. Það lítur hinsvegar út fyrir að það nesti þurfi ekki að taka með í skógarferðina þar sem ekki stóð steinn yfir steini í leik Borgnesinga og ekkert útlit fyrir að liðið ráði við seinni hluta tímabilsins; liðið hefur núna tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum og þremur í röð.Orkan hélst aðeins öðrum megin Það fór ekkert á milli mála á upphafsmínútunum að leikmenn beggja liða gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins. Orkan var áþreifanleg í húsinu; varnarleikur beggja liða mjög grimmur og áhorfendur í blússandi stemningu (aðallega heimamenn). Þessa stemningu notuðu heimamenn sér til framfærslu á báðum endum vallarins. Þó liðin hafi skipst á forystunni oft þá voru heimamenn alltaf ferskari og líklegri til stórræða, þó svo að sóknarleikur liðsins hafi ekki náð að skjalla nokkurn í fyrsta hluta er á horfði. Strax í öðrum hluta fór að draga á milli; ÍR-ingar, sem virtust nærast á frábærri stemningu sinna áhorfenda, náðu góðum tökum á leiknum með frábærri vörn. Sóknarleikur liðsins náði að fylgja þessu vel eftir og þegar það gerðist áttu gestirnir engin svör. Sóknarleikur Skallanna var hreint út sagt skelfilegur í hálfleiknum (og reyndar í öllum leiknum) en mottóið í þessum fyrri hálfleik virtist hafa verið „Einn fyrir sig og allir fyrir sitt sjálf“. Þetta kristallaðist í tölfræðinni því Skallarnir höluðu inn heilum fimm stoðsendingum í hálfleiknum á meðan ÍR-ingar náðu þrettán. Munurinn í annarri tölfræði var hinsvegar ekki svo mikill; fráköstin voru svipuð, skotnýtingin í tveggja stiga svipuð og tapaðir boltar svipað margir. ÍR hitti betur í þriggja stiga skotum og tóku mun fleiri. Þarna lá munurinn á liðunum; sóknarflæði gestanna var skelfilegt og flestar sóknir byggðar á einstaklingsframtaki og tilviljunum á meðan ÍR-ingar fundu betri skot með því að láta boltann vinna fyrir sig.Matthías Orri Sigurðarson.Vísir/ErnirÍR-ingar náðu að beina sinni orku í jákvæðan farveg með góðu samspili, áræðni og góðu skotvali. Skallagrímsmenn náðu aldrei að láta boltann vinna fyrir liðið eða ná upp sínum hraða leik, þrátt fyrir að spila ágæta vörn á köflum. ÍR náði að hafa mun betri stjórn á sínum aðgerðum á meðan Skallagrímsmenn lögðu mismunandi kapla hver í sínu horni.Vonarglætan: Sigtryggur & Flenard Það hefur gengið vel hjá Skallagrími í vetur þegar tvíeykið Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Whitfield hafa báðir spilað vel. Um miðjan þriðja hluta misstu heimamenn einbeitinguna og gerðu sig seka um verulega klaufalegar útfærslur í bæði sókn og vörn. Við þetta vöknuðu vonir gestanna og með Sigtrygg og Flenard fremsta í flokki (þá sérstaklega Flenard sem snögghitnaði og skoraði ellefu stig í hlutanum) náðu þeir að koma sér aftur inní leikinn og minnkuðu muninn í þrjú stig. Þrátt fyrir þennan ágæta kipp náði liðið ekki þeim tökum á leiknum sem þurfti því heimamenn spýttu í lófana áður en þriðji hluti kláraðist og staðan fyrir lokahluta 63-55. Tvíeyki Borgnesinga skoraði þó 18 af 22 stigum liðsins í hlutanum og héldu margir að hinn óbærilegi léttleiki Skallagrímsliðsins væri aftur kominn í tilveru þeirra.Hvað ertu að hugsa maður? Eftir góðan kafla ÍR á fyrstu mínútum lokafjórðungs misstu leikmenn liðsins aftur dampinn og aftur náðu gestirnir að klóra í bakkann. Núna náðu þeir að komast einu stigi frá ÍR og allt stefndi í æsispennandi lokamínútur. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks náðu Skallagrímsmenn boltanum og biðu eftir að innkast yrði framkvæmt svo þeir gætu hafið sókn og þeir þremur stigum undir. Þarna fannst Flenard Whitfield gáfulegast að atast í dómara leiksins vegna einhvers sem gerðist áður með þeim afleiðingum að hann fékk dæmda á sig tæknivillu, hans fjórða villa. ÍR fékk víti og boltann aftur og úr þeirri sókn smellti gamli Borgnesingurinn, Trausti Eiríksson, þrist í smettið á grunlausum gestunum með áletruninni, „Takk fyrir túkall“ og munurinn sex stig! Í næstu sókn gestanna fær Flenard svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu á meðan samherji hans keyrði endalínuna í margra metra fjarlægð frá Flenard! Þrátt fyrir að vera svo aðeins undir sex stigum þegar nægur tími var eftir (tvær mínútur) þá upphófust lélegustu sóknaraðgerðir sem sést hafa norðan Alpafjalla síðan Rússar háðu Vetrarstríð við Finna árið 1939! Þetta einkenndist m.a. af of miklu og langdregnu knattraki, töpuðum boltum, lélegum skotum og illa ígrunduðum árásum á körfuna. Heimamenn áttu í litlum vandræðum með framhaldið og unnu mjög sanngjarnan sigur.Danero Thomas.Vísir/ErnirÍR: Oft losaralegur bragur á liðinu Breiðhyltingar eru vel að þessum sigri komnir og hafa nú sett Skallagrím kyrfilega fyrir neðan sig ef upp kemur sú staða að liðin enda jöfn að stigum eftir deildarkeppnina. Danero Thomas, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir langa dvöl á Akureyri, mun líklega styrkja þetta lið töluvert þó hann hafi kannski ekki átt frábæran sóknarleik í gær. Varnarleikur liðsins var prýðilegur og þó sóknin hafi ekki runnið mjúklega nema á stuttum köflum í leiknum gerði liðið yfirdrifið nóg til þess að vinna og það var það eina sem máli skipti. Það er oft losaralegur bragur á liðinu og á því var engin breyting; leikmenn misstu of oft einbeitinguna eftir að hafa náð góðri forystu en það virðist alltaf vera sama mígrenið sem liðsmenn ÍR eru að kljást við – ná ekki að viðhalda góðu köflunum. Sóknarlega var liðsheildin flott á löngum köflum og margir komu að kökunni; fimm leikmenn með tíu stig eða meira og margir sem stigu upp á mikilvægum augnablikum með einstaklingsframtak. Bekkurinn skilaði frábæru framlagi, ekki bara 33 stigum heldur frábærum varnarleik, en þar voru Danero, Trausti Eiríksson og Hákon Örn Hjálmarsson fremstir í flokki. Matthías Orri Sigurðarson, Sveinbjörn Claessen og Hjalti Friðriksson áttu allir mjög góðan leik og slík augnablik. Quincy Cole meiddist og spilaði lítið og gerir því afrek liðsins enn stærra. Maður leiksins var svo Trausti Eiríksson, sem átti næstum fullkomnar tuttugu mínútur og sá sem sáði sigurfræinu með risastórum þrist undir lok leiks. Áhorfendur áttu sinn þátt í sigrinum en stemningin var frábær og gaf leikmönnum það hugrekki sem þurfti til að klára leikinn sómasamlega. Liðið er á uppleið og þarf bara að einbeita sér að eigin einbeitingu í leikjum.Flenard WhitfieldVísir/ErnirSkallagrímur: Um hvað erum við að tala hérna Byrjun Skallanna á árinu hefur ekki tekið af öll tvímæli um að liðið nái að halda sér í deild þeirra efstu. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í þessari deild og ljóst að þær grímur eru að renna um andlit Skallagrímsmanna í þessum skrifuðu orðum. Leikurinn í gær var skurnin af þeirri hnetu sem liðið hefur sýnt undanfarnar vikur; sóknarleikur liðsins náði nýjum lægðum og hefur það ekki skorað minna síðan í fyrsta leik tímabilsins. Ágætur varnarleikur á löngum köflum náði ekki einu sinni að bæta sóknargetuleysið upp því menn virtust aldrei vera á sömu blaðsíðunni á þeim enda vallarins. Það merkilega við þennan leik liðsins er að það vann seinni hálfleikinn með þremur stigum! Það tók fimm fleiri fráköst en andstæðingurinn! Það hitti betur úr skotunum sínum! Hitti betur úr vítum! Skoraði fleiri stig eftir tapaða bolta! Um hvað erum við að tala hérna? Lykilmennirnir, Sigtryggur og Flenard, skoruðu saman 44 stig, tóku 15 fráköst og gáfu 10 stoðsendingar (ásamt 10 töpuðum boltum). En á sama tíma þeir sem komu í veg fyrir að liðið gæti unnið leikinn. Lokamínútur þeirra voru skelfilegar; langflestar ákvarðanir þeirra voru í besta falli vafasamar og í versta falli eyðileggjandi afl innan liðsins. Þeir þurfa að axla ábyrgð á sínu liði þegar svona gengur og ekki hlaupa í skjólið sem þessar ágætu tölur eru. Leikstjórnin klikkaði hjá Sigtryggi og Flenard missti eigin höfuð í gólfið. Liðið er komið með bakið upp við vegg! Njarðvík er næsti andstæðingur og ef Skallagrímur ætlar sér að heyja raunhæfa baráttu um úrslitakeppnissæti verður liðið ekki aðeins að vinna Njarðvík, það verður að vinna þá helst með 15 stigum! Það gerist ekki ef menn ætla að skipta út liðsbolta fyrir andhverfu þess.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun: Í ljósum logum inní miðju herberginu við hlið bleika fílsins Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 20. janúar 2017 11:00 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30
Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45
Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28
Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00
Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30
Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00
Skýrsla Kidda Gun: Í ljósum logum inní miðju herberginu við hlið bleika fílsins Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 20. janúar 2017 11:00
Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06