Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 65-75 | Gulir gerðu góða ferð norður Arnar Geir Halldórsson í Höllinni á Akureyri skrifar 27. janúar 2017 22:00 Ólafur Ólafsson skoraði 18 stig. Vísir/Ernir Grindvíkingar gerðu góða ferð til Akureyrar og unnu 10 stiga sigur á Þór, 65-75, í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Með sigrinum komst Grindavík upp fyrir Þór en liðið er nú komið með 18 stig, líkt og Þór Þ. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 22 stig. Ólafur Ólafsson kom næstur með 18 stig. Darrel Lewis skoraði 23 stig fyrir Þór og Tryggvi Snær Hlinason var með myndarlega tvennu; 15 stig og 14 fráköst. Hann varði auk þess níu skot frá leikmönnum Grindavíkur.Afhverju vann Grindavík? Í frekar vondum körfuboltaleik voru Grindvíkingar einfaldlega örlítið skárri og áttu fleiri leikmenn sem voru með lífsmarki í sóknarleiknum. Þórsarar skutu hörmulega utan af velli og skora aðeins eina þriggja stiga körfu í öllum leiknum, þrátt fyrir sautján tilraunir. Sá þristur kom skömmu fyrir leikslok þegar úrslitin voru ráðin. Ekki voru Grindvíkingar að skjóta mikið betur en þeir náðu þó að negla niður mikilvægum þristum í síðari hálfleik sem vógu þungt þegar uppi var staðið. Þá tóku þeir sautján sóknarfráköst sem hjálpaði þeim mikið.Bestu menn vallarins: Dagur Kár Jónsson bar sóknarleik Grindvíkinga uppi á löngum stundum og var sá leikmaður sem steig upp þegar á þurfti að halda. Hann var jafnbesti maður vallarins sóknarlega. Þá var Ómar Örn Sævarsson öflugur í barningnum undir körfunni og Ólafur Ólafsson steig upp á mikilvægum augnablikum í leiknum. Í liði Þórs var Tryggvi Snær Hlinason langbestur en þessi 216 sentimetra miðherji skoraði 15 stig, tók 14 fráköst og varði 9 skot. Hann fékk hins vegar litla hjálp frá liðsfélögum sínum, á báðum endum vallarins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs. Í raun frá upphafi til enda. Darrel Lewis skilaði þokkalegu starfi þó hann hafi oft spilað betur. Allir leikmenn liðsins, að Tryggva undanskildum, voru að skjóta illa. Þrátt fyrir níu varin skot Tryggva og tólf stolna bolta skora Þórsarar aðeins sex stig eftir hraðaupphlaup en þeir fóru afar illa með fjölmörg hraðaupphlaup í leiknum.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting beggja liða í fyrri hálfleik var algjörlega hörmuleg. Þórsarar reyndu sjö sinnum að negla niður þrist án árangurs. Gestirnir voru enn verri, hittu ekki úr neinni af tólf tilraunum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar bættu sig í síðari hálfleik þar sem þeir hittu úr fimm þristum í fimmtán tilraunum. Þórsarar héldu hinsvegar uppteknum hætti. Tryggvi Snær var grátlega nálægt svakalegri þrennu en honum vantaði aðeins eitt varið skot í viðbót til þess. Þá vekur athygli að hinn fertugi Darrel Lewis lék hverja einustu sekúndu í leiknum og Lewis Clinch skoraði aðeins átta stig fyrir Grindavík.Þór Ak.-Grindavík 65-75 (17-23, 16-13, 15-19, 17-20)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 23/9 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/14 fráköst/9 varin skot, George Beamon 13, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/7 fráköst.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 22/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/13 fráköst, Lewis Clinch Jr. 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 8/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Jóhann: Þetta er minn uppáhalds útivöllur Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sigurreifur og hrósaði sínu liði fyrir kraft og eljusemi. „Ég er mjög sáttur að ná sigri. Það er erfitt að koma hingað. Við spiluðum ekkert mjög vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við töpum alltof mörgum boltum og ákvörðunatökur voru ekki upp á tíu. Krafturinn og eljan í strákunum var til fyrirmyndar og ég tel að það hafi verið það sem skóp þennan sigur í kvöld,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar unnu Þórsara í 8-liða úrslitum Maltbikarsins fyrir tólf dögum síðan og gat Jóhann ekki neitað því að honum er farið að líða vel í Höllinni. „Eins og staðan er í dag er þetta minn uppáhalds útivöllur, það er rétt,“ sagði þjálfarinn. Lewis Clinch Jr. hefur verið allt í öllu í sóknarleik Grindavíkur í vetur en hann lét lítið fyrir sér fara í stigaskorun í kvöld. Jóhann kvartar þó ekki yfir framlagi Bandaríkjamannsins. „Við fengum góða liðsframmistöðu og hann var hluti af því. Hann var ekki að skora mikið en mér fannst hann skila sínu fyrir utan það. Ég er langt frá því að vera eitthvað ósáttur með hann,“ sagði Jóhann sem er ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Nú er bara áfram gakk. Við erum búnir að spila fjóra góða leiki í röð. Bikarleikinn gegn Þór, við vorum góðir gegn KR í síðustu umferð og svo aftur núna. Hver leikur í þessari deild er bara upp á líf og dauða.“Benedikt: Annað hvort skorum við 100 stig eða 60 stig Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ekki jafn ánægður og kollegi hans. „Ég er svekktur að tapa þessu. Ég var að vonast eftir að við myndum fylgja á eftir góðum sigri í síðustu umferð. Þetta er búið að vera svona hjá okkur. Annað hvort erum við að skora 100 stig eða 60 stig. Annað hvort eru allir sjóðandi heitir eða allir ískaldir. Við þurfum að fá betra jafnvægi í okkar leik. Það voru slæmar ákvarðanir, lélegar sendingar og menn að klára skotin sín illa. Það var ekkert að frétta hjá okkur,“ sagði Benedikt. Dómarateymi leiksins fékk miklar skammir úr stúkunni í Höllinni í kvöld og Benedikt var oft ósáttur á hliðarlínunni. Hann var þó ekki tilbúinn að ræða frammistöðu þeirra. „Ég nenni ekki einu sinni að fara út í þetta. Þeir höfðu ekki áhrif að við töpuðum þessum leik en ég var ekkert valhoppandi yfir þeirra frammistöðu hérna en svona er þetta bara.“ Danero Thomas yfirgaf Þór á dögunum og gekk til liðs við ÍR en Danero hafði verið í lykilhlutverki í liði Þórs í vetur. Benedikt kveðst treysta leikmannahópnum sem nú er til staðar, til að klára mótið. „Ef þú veist um einhvern góðan Íslending á lausu þá máttu endilega láta mig vita. Ég held það vanti alla leikmann, það eru fullt af liðum sem gætu hugsað sér að bæta við leikmanni. Ég hef fulla trú á þessum hóp sem við erum með núna og við höldum bara áfram. Ég veit að það munu strákar stíga upp og koma með þetta framlag sem við misstum í þessum leikmanni sem fór um daginn,“ sagði Benedikt. Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var langbesti leikmaður Þórs í leiknum og Benedikt hrósaði honum fyrir sitt framlag. „Mér fannst hann virkilega góður. Þetta er rökrétt framhald af hans vinnu í vetur og hann er alltaf að fara að láta meira að sér kveða í seinni umferðinni. Það er klárt mál að hann verður með góðar tölur það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Benedikt að lokum.Bein lýsing: Þór Ak. - Grindavík Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Grindvíkingar gerðu góða ferð til Akureyrar og unnu 10 stiga sigur á Þór, 65-75, í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Með sigrinum komst Grindavík upp fyrir Þór en liðið er nú komið með 18 stig, líkt og Þór Þ. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 22 stig. Ólafur Ólafsson kom næstur með 18 stig. Darrel Lewis skoraði 23 stig fyrir Þór og Tryggvi Snær Hlinason var með myndarlega tvennu; 15 stig og 14 fráköst. Hann varði auk þess níu skot frá leikmönnum Grindavíkur.Afhverju vann Grindavík? Í frekar vondum körfuboltaleik voru Grindvíkingar einfaldlega örlítið skárri og áttu fleiri leikmenn sem voru með lífsmarki í sóknarleiknum. Þórsarar skutu hörmulega utan af velli og skora aðeins eina þriggja stiga körfu í öllum leiknum, þrátt fyrir sautján tilraunir. Sá þristur kom skömmu fyrir leikslok þegar úrslitin voru ráðin. Ekki voru Grindvíkingar að skjóta mikið betur en þeir náðu þó að negla niður mikilvægum þristum í síðari hálfleik sem vógu þungt þegar uppi var staðið. Þá tóku þeir sautján sóknarfráköst sem hjálpaði þeim mikið.Bestu menn vallarins: Dagur Kár Jónsson bar sóknarleik Grindvíkinga uppi á löngum stundum og var sá leikmaður sem steig upp þegar á þurfti að halda. Hann var jafnbesti maður vallarins sóknarlega. Þá var Ómar Örn Sævarsson öflugur í barningnum undir körfunni og Ólafur Ólafsson steig upp á mikilvægum augnablikum í leiknum. Í liði Þórs var Tryggvi Snær Hlinason langbestur en þessi 216 sentimetra miðherji skoraði 15 stig, tók 14 fráköst og varði 9 skot. Hann fékk hins vegar litla hjálp frá liðsfélögum sínum, á báðum endum vallarins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs. Í raun frá upphafi til enda. Darrel Lewis skilaði þokkalegu starfi þó hann hafi oft spilað betur. Allir leikmenn liðsins, að Tryggva undanskildum, voru að skjóta illa. Þrátt fyrir níu varin skot Tryggva og tólf stolna bolta skora Þórsarar aðeins sex stig eftir hraðaupphlaup en þeir fóru afar illa með fjölmörg hraðaupphlaup í leiknum.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting beggja liða í fyrri hálfleik var algjörlega hörmuleg. Þórsarar reyndu sjö sinnum að negla niður þrist án árangurs. Gestirnir voru enn verri, hittu ekki úr neinni af tólf tilraunum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar bættu sig í síðari hálfleik þar sem þeir hittu úr fimm þristum í fimmtán tilraunum. Þórsarar héldu hinsvegar uppteknum hætti. Tryggvi Snær var grátlega nálægt svakalegri þrennu en honum vantaði aðeins eitt varið skot í viðbót til þess. Þá vekur athygli að hinn fertugi Darrel Lewis lék hverja einustu sekúndu í leiknum og Lewis Clinch skoraði aðeins átta stig fyrir Grindavík.Þór Ak.-Grindavík 65-75 (17-23, 16-13, 15-19, 17-20)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 23/9 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/14 fráköst/9 varin skot, George Beamon 13, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/7 fráköst.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 22/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/13 fráköst, Lewis Clinch Jr. 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 8/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Jóhann: Þetta er minn uppáhalds útivöllur Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sigurreifur og hrósaði sínu liði fyrir kraft og eljusemi. „Ég er mjög sáttur að ná sigri. Það er erfitt að koma hingað. Við spiluðum ekkert mjög vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við töpum alltof mörgum boltum og ákvörðunatökur voru ekki upp á tíu. Krafturinn og eljan í strákunum var til fyrirmyndar og ég tel að það hafi verið það sem skóp þennan sigur í kvöld,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar unnu Þórsara í 8-liða úrslitum Maltbikarsins fyrir tólf dögum síðan og gat Jóhann ekki neitað því að honum er farið að líða vel í Höllinni. „Eins og staðan er í dag er þetta minn uppáhalds útivöllur, það er rétt,“ sagði þjálfarinn. Lewis Clinch Jr. hefur verið allt í öllu í sóknarleik Grindavíkur í vetur en hann lét lítið fyrir sér fara í stigaskorun í kvöld. Jóhann kvartar þó ekki yfir framlagi Bandaríkjamannsins. „Við fengum góða liðsframmistöðu og hann var hluti af því. Hann var ekki að skora mikið en mér fannst hann skila sínu fyrir utan það. Ég er langt frá því að vera eitthvað ósáttur með hann,“ sagði Jóhann sem er ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Nú er bara áfram gakk. Við erum búnir að spila fjóra góða leiki í röð. Bikarleikinn gegn Þór, við vorum góðir gegn KR í síðustu umferð og svo aftur núna. Hver leikur í þessari deild er bara upp á líf og dauða.“Benedikt: Annað hvort skorum við 100 stig eða 60 stig Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ekki jafn ánægður og kollegi hans. „Ég er svekktur að tapa þessu. Ég var að vonast eftir að við myndum fylgja á eftir góðum sigri í síðustu umferð. Þetta er búið að vera svona hjá okkur. Annað hvort erum við að skora 100 stig eða 60 stig. Annað hvort eru allir sjóðandi heitir eða allir ískaldir. Við þurfum að fá betra jafnvægi í okkar leik. Það voru slæmar ákvarðanir, lélegar sendingar og menn að klára skotin sín illa. Það var ekkert að frétta hjá okkur,“ sagði Benedikt. Dómarateymi leiksins fékk miklar skammir úr stúkunni í Höllinni í kvöld og Benedikt var oft ósáttur á hliðarlínunni. Hann var þó ekki tilbúinn að ræða frammistöðu þeirra. „Ég nenni ekki einu sinni að fara út í þetta. Þeir höfðu ekki áhrif að við töpuðum þessum leik en ég var ekkert valhoppandi yfir þeirra frammistöðu hérna en svona er þetta bara.“ Danero Thomas yfirgaf Þór á dögunum og gekk til liðs við ÍR en Danero hafði verið í lykilhlutverki í liði Þórs í vetur. Benedikt kveðst treysta leikmannahópnum sem nú er til staðar, til að klára mótið. „Ef þú veist um einhvern góðan Íslending á lausu þá máttu endilega láta mig vita. Ég held það vanti alla leikmann, það eru fullt af liðum sem gætu hugsað sér að bæta við leikmanni. Ég hef fulla trú á þessum hóp sem við erum með núna og við höldum bara áfram. Ég veit að það munu strákar stíga upp og koma með þetta framlag sem við misstum í þessum leikmanni sem fór um daginn,“ sagði Benedikt. Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var langbesti leikmaður Þórs í leiknum og Benedikt hrósaði honum fyrir sitt framlag. „Mér fannst hann virkilega góður. Þetta er rökrétt framhald af hans vinnu í vetur og hann er alltaf að fara að láta meira að sér kveða í seinni umferðinni. Það er klárt mál að hann verður með góðar tölur það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Benedikt að lokum.Bein lýsing: Þór Ak. - Grindavík
Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira