Körfubolti

KR búið að finna staðgengil Bowen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
P.J. Alawoya.
P.J. Alawoya. Mynd/Facebook-síða Körfuknattleiksdeildar KR
KR tilkynnti fyrr í dag að félagið væri búið að semja við P.J. Alawoya um að leika með liðinu út tímabilið en Alawoya hefur leikið undanfarin ár í Þýskalandi, Japan og nu síðast í Slóvakíu.

Alawoya lék á sínum tíma með McNeese State háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann var valinn með 111. valrétt í nýliðavali D-League deildarinnar í Bandaríkjunum, næst sterkustu deild Bandaríkjanna af Austin Toros.

Alawoya sem er 203 sentímetrar á hæð er ætlað að fylla upprunalegt skarð sem Michael Craion skyldi eftir sig en KR leysti nýlega Cedrick Bowen undan samningi eftir stutt stopp í KR.

Kemur fram á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar KR að Alawoya sé kominn til landsins og verði með liðinu gegn Þórsurum í Þorlákshöfn á föstudaginn næsta.


Tengdar fréttir

Finnur Freyr: Nýr leikmaður kynntur á laugardag

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagðist vera ánægður með sigurinn gegn Haukum í Dominos-deildinni í kvöld og þá sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem áttu sér stað þegar Cedrick Bowen var sendur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×